Sport

Marlena sigraði Bakgarðshlaupið: „Ég hljóp bara“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marlena Radziszewicz er sigurvegari Bakgarðshlaupsins.
Marlena Radziszewicz er sigurvegari Bakgarðshlaupsins. Gummi St.

Marlena Radziszewska fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu sem haldið var í Heiðmörk um helgina. Marlena stóð ein eftir þegar hún hafði hlaupið 38 hringi, eða 254,6 kílómetra.

Þetta var í annað sinn sem Marlena sigrar Bakgarðshlaupið í Heiðmörk, en hún gerði það einnig á síðasta ári. Þá hljóp Marlena einnig 38 hringi.

„Vel,“ sagði Marlena einfaldlega þegar hún var spurð að því hvernig henni liði eftir að hún kom í mark, enda óþarfi að eyða of mikilli orku í orð. Marlena, eins og aðrir keppendur, láta verkin um að tala.

Marlena er sannkallaður ofurhlaupari og sagðist sjálf ekki vera mikið þreytt þegar hún kom í mark og að hún hefði getað hlaupið í alla nótt ef þess þyrfti.

Marlena atti kappi við Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur um sigurinn, en Þórdís var að taka þátt í Bakgarðshlaupinu í annað sinn. Marlena segist hafa verið hissa þegar hún frétti af því að Þórdís hafði hætt á 38. hring, en síðast þegar Þórdís tók þátt hljóp hún 15 hringi.

„Já ég var hissa. En ég veit það ekki alveg, ég hljóp bara,“ sagði Marlena að lokum eftir að hún kom í mark.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar Marlena kom í mark, sem og viðtalið við hana í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×