Haaland kastaði boltanum í hnakkann á Gabriel eftir jöfnunarmark City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. september 2024 07:02 Erling Braut Haaland og Gabriel Magalhaes eru ekki beint perluvinir. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City tóku á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með dramatísku 2-2 jafntefli þar sem John Stones reyndist hetja heimamanna. Norska markamaskínan Erling Braut Haaland kom Manchester City yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins áður en mörk frá Riccardo Calafiori og Gabriel Megalhaes á 22. og 46. mínútu snéru taflinu við fyrir Arsenal. Þrátt fyrir að vera marki yfir fóru gestirnir í Arsenal inn í hálfleikinn í vandræðum því Leandro Trossard lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dómurinn var vissulega umdeildur og verður líklega ræddur á kaffistofum landsins fram eftir vikunni. Manni færri gerðu gestirnir í Arsenal vel og héldu Englandsmeisturunum í skefjum lengst af. Síðari hálfleikur fór að mestu fram í og við vítateig Arsenal, en lengi vel leit út fyrir að Skytturnar myndu halda út. Það var ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma að heimamönnum tókst loksins að finna jöfnunarmarkið þegar varamaðurinn John Stones mokaði boltanum yfir línuna og tryggði City dramatískt jafntefli. Eins og við var að búast brutust út mikil fagnaðarlæti á Etihad-vellinum þegar ljóst var að Stones væri að tryggja City stigið, og segja má að sumir hafi gengið lengra í fagnaðarlátunum en aðrir. Þar á meðal má nefna áðurnefndan Erling Braut Haaland, sem brást við markinu með því að taka sprettinn og sækja boltann í netið. Í stað þess að hlaupa með boltann út á miðju til að freista þess að koma leiknum fyrr í gang og mögulega stela sigrinum ákvað Norðmaðurinn hins vegar að kasta boltanum í hnakkann á markaskoraranum Gabriel Megalhaes sem var augljóslega mjög súr eftir að Stones jafnaði metin. Mbl.is birti myndband af mörkum leiksins og á myndbandinu, sem hægt er að horfa á með því að smella hér, má sjá þegar Haaland kastar boltanum í hnakkann á Gabriel. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa margir velt því fyrir sér hvort verknaðurinn verðskuldi spjald, eða bann, en það er eitthvað sem enska knattspyrnusambandið þarf líklega að svara fyrir. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Norska markamaskínan Erling Braut Haaland kom Manchester City yfir með marki strax á níundu mínútu leiksins áður en mörk frá Riccardo Calafiori og Gabriel Megalhaes á 22. og 46. mínútu snéru taflinu við fyrir Arsenal. Þrátt fyrir að vera marki yfir fóru gestirnir í Arsenal inn í hálfleikinn í vandræðum því Leandro Trossard lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dómurinn var vissulega umdeildur og verður líklega ræddur á kaffistofum landsins fram eftir vikunni. Manni færri gerðu gestirnir í Arsenal vel og héldu Englandsmeisturunum í skefjum lengst af. Síðari hálfleikur fór að mestu fram í og við vítateig Arsenal, en lengi vel leit út fyrir að Skytturnar myndu halda út. Það var ekki fyrr en á áttundu mínútu uppbótartíma að heimamönnum tókst loksins að finna jöfnunarmarkið þegar varamaðurinn John Stones mokaði boltanum yfir línuna og tryggði City dramatískt jafntefli. Eins og við var að búast brutust út mikil fagnaðarlæti á Etihad-vellinum þegar ljóst var að Stones væri að tryggja City stigið, og segja má að sumir hafi gengið lengra í fagnaðarlátunum en aðrir. Þar á meðal má nefna áðurnefndan Erling Braut Haaland, sem brást við markinu með því að taka sprettinn og sækja boltann í netið. Í stað þess að hlaupa með boltann út á miðju til að freista þess að koma leiknum fyrr í gang og mögulega stela sigrinum ákvað Norðmaðurinn hins vegar að kasta boltanum í hnakkann á markaskoraranum Gabriel Megalhaes sem var augljóslega mjög súr eftir að Stones jafnaði metin. Mbl.is birti myndband af mörkum leiksins og á myndbandinu, sem hægt er að horfa á með því að smella hér, má sjá þegar Haaland kastar boltanum í hnakkann á Gabriel. Á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, hafa margir velt því fyrir sér hvort verknaðurinn verðskuldi spjald, eða bann, en það er eitthvað sem enska knattspyrnusambandið þarf líklega að svara fyrir.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira