Liðsfélagi Arnórs með bitför eftir andstæðing Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 22:45 Milutin Osmajic virtist bíta Owen Beck í leik Preston og Blackburn í dag. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images Milutin Osmajic, liðsfélagi Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Preston North End í ensku B-deildinni, gæti verið á leið í langt bann fyrir að bíta andstæðing sinn í leik liðsins gegn Blackburn Rovers í dag. Preston og Blackburn gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag, í leik þar sem Stefán Teitur sat á bekknum allan tímann. Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í leik dagsins. Owen Beck, sem leikur með Blacburn á láni frá Liverpool, var sendur af velli með beint rautt spjald á 89. mínútu í leik liðsins gegn Preston fyrir að ráðast að Duane Holmes, leikmanni Preston. Í kjölfarið brutust út mikil læti og að þeim loknum reyndi Beck að útskýra fyrir dómaranum að hann hefði verið bitinn í látunum. Beck sakaði áðurnefndan Osmajic um verknaðinn og fékk Svartfellingurinn að lokum að líta gult spjald. Preston’s Osmajic has literally tried to take a chunk out of his neck!!!🤯🤯🤯Yellow card given… #rovers #pnefc pic.twitter.com/BXWndo4f9s— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 22, 2024 Í endursýningum í sjónvarpi, sem má sjá á X-færslunni hér fyrir ofan, má sjá þegar Osmajic virðist bíta Beck af miklu afli í bakið. „Owen er með stórt bitfar aftan á hálsinum og það er skammarlegt að dómarinn hafi ekki séð atvikið,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, í viðtali eftir leikinn. Gera má ráð fyrir því að Osmajic eigi yfir höfði sér langt bann fyrir verknaðinn, en Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Preston og Blackburn gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag, í leik þar sem Stefán Teitur sat á bekknum allan tímann. Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í leik dagsins. Owen Beck, sem leikur með Blacburn á láni frá Liverpool, var sendur af velli með beint rautt spjald á 89. mínútu í leik liðsins gegn Preston fyrir að ráðast að Duane Holmes, leikmanni Preston. Í kjölfarið brutust út mikil læti og að þeim loknum reyndi Beck að útskýra fyrir dómaranum að hann hefði verið bitinn í látunum. Beck sakaði áðurnefndan Osmajic um verknaðinn og fékk Svartfellingurinn að lokum að líta gult spjald. Preston’s Osmajic has literally tried to take a chunk out of his neck!!!🤯🤯🤯Yellow card given… #rovers #pnefc pic.twitter.com/BXWndo4f9s— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 22, 2024 Í endursýningum í sjónvarpi, sem má sjá á X-færslunni hér fyrir ofan, má sjá þegar Osmajic virðist bíta Beck af miklu afli í bakið. „Owen er með stórt bitfar aftan á hálsinum og það er skammarlegt að dómarinn hafi ekki séð atvikið,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, í viðtali eftir leikinn. Gera má ráð fyrir því að Osmajic eigi yfir höfði sér langt bann fyrir verknaðinn, en Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira