Vill burt með rándýr, úrelt og óþarfa stimpilgjöld Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2024 14:03 Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins vill burt með stimpilgjöldin. Vísir/Vilhelm Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins vill afnema stimpilgjöld við kaup einstaklings á fasteign. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir gjöldin úrelt og óþarfa og er bjartsýnn á að það verði samþykkt. Þetta er í tíunda sinn sem frumvarpið er lagt fram. Síðast var það gert í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Þá voru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á bak við það. Sama fólkið reynir aftur í ár, með þrjá aðra þingmenn flokksins í sínu liði. Fyrsti flutningsmaður er aftur Vilhjálmur Árnason. Hann segir gjöldin úrelt og óþarfi. „Þetta er bara mjög stór partur af þeirra ráðstöfunarfé að þurfa að borga þetta stimpilgjald. Sem við viljum meina að sé þá að hindra eðlileg viðskipti eða eðlilega þróun og hreyfingu á fasteignamarkaðnum,“ segir Vilhjálmur. Gjaldið er 0,8 prósent af fasteignaverði og er oftar en ekki ansi hátt. Af sjötíu milljón króna íbúð greiðast 560 þúsund krónur í stimpilgjald. Hann telur að í þetta tíunda skipti sé kominn tími til að frumvarpið sé samþykkt og er bjartsýnn á að ná því í gegn með auknum liðsauka úr flokknum. „Það hefur kannski bara skort á áherslu til dæmis við kjarasamningsborðið á þetta atriði. Ég tel röðina vera komna að þessu atriði einmitt núna. Það er búið að gera margt annað til að aðstoða húsnæðiskaupendur og forgangsröðunin hefur greinilega verið annarsstaðar. Því miður höfum við þingmenn ekki fengið sæti við kjarasamningsborðið þó að það hafi hellingsáhrif á það sem við þurfum að gera inni á þinginu. Þannig ég vona að fólk sjái mikilvægi þessa núna og setji þetta í forgang,“ segir Vilhjálmur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta er í tíunda sinn sem frumvarpið er lagt fram. Síðast var það gert í fyrra en það hlaut ekki afgreiðslu. Þá voru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins á bak við það. Sama fólkið reynir aftur í ár, með þrjá aðra þingmenn flokksins í sínu liði. Fyrsti flutningsmaður er aftur Vilhjálmur Árnason. Hann segir gjöldin úrelt og óþarfi. „Þetta er bara mjög stór partur af þeirra ráðstöfunarfé að þurfa að borga þetta stimpilgjald. Sem við viljum meina að sé þá að hindra eðlileg viðskipti eða eðlilega þróun og hreyfingu á fasteignamarkaðnum,“ segir Vilhjálmur. Gjaldið er 0,8 prósent af fasteignaverði og er oftar en ekki ansi hátt. Af sjötíu milljón króna íbúð greiðast 560 þúsund krónur í stimpilgjald. Hann telur að í þetta tíunda skipti sé kominn tími til að frumvarpið sé samþykkt og er bjartsýnn á að ná því í gegn með auknum liðsauka úr flokknum. „Það hefur kannski bara skort á áherslu til dæmis við kjarasamningsborðið á þetta atriði. Ég tel röðina vera komna að þessu atriði einmitt núna. Það er búið að gera margt annað til að aðstoða húsnæðiskaupendur og forgangsröðunin hefur greinilega verið annarsstaðar. Því miður höfum við þingmenn ekki fengið sæti við kjarasamningsborðið þó að það hafi hellingsáhrif á það sem við þurfum að gera inni á þinginu. Þannig ég vona að fólk sjái mikilvægi þessa núna og setji þetta í forgang,“ segir Vilhjálmur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Húsnæðismál Fasteignamarkaður Neytendur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira