Fulham fyrst til að vinna Newcastle og dramatík í Birmingham og Southampton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2024 16:19 Reiss Nelson fagnar eftir að hafa gulltryggt sigur Fulham á Newcastle United. getty/Ryan Pierse Newcastle United beið sinn fyrsta ósigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið sótti Fulham heim í dag. Lokatölur 3-1, Fulham í vil. Raúl Jiménez, Emile Smith Rowe og Reiss Nelson skoruðu mörk Fulham sem er með átta stig í 8. sæti deildarinnar. Harvey Barnes skoraði fyrir Newcastle sem er í 6. sætinu með tíu stig. Aston Villa kom til baka gegn Wolves og vann 3-1 sigur í leik liðanna á Villa Park. Matheus Cunha kom Úlfunum yfir á 25. mínútu og þannig var staðan allt fram á 73. mínútu þegar Ollie Watkins jafnaði fyrir Villa-menn. Þeir gengu svo á lagið og Ezri Konsa og Jhon Durán bættu við mörkum. Með sigrinum komst Villa upp í 3. sæti deildarinnar en Wolves er með eitt stig á botninum. Everton er enn án sigurs en liðið gerði 1-1 jafntefli við Leicester City á útivelli. Iliman Ndiaye kom Everton yfir á 12. mínútu en Stephy Mavididi jafnaði fyrir Leicester á 73. mínútu. Refirnir eru með þrjú stig í 15. sæti deildarinnar en strákarnir hans Seans Dyche í nítjánda og næstneðsta sæti með eitt stig. Fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Sam Morsy jafnaði fyrir Ipswich Town gegn Southampton í nýliðaslag á suðurströndinni. Lokatölur 1-1. Tyler Dibling kom Dýrlingunum yfir strax á 5. mínútu og það virtist ætla að tryggja þeim fyrsta sigurinn á tímabilinu en Morsy jafnaði fyrir traktorstrákana með frábæru skoti fyrir utan vítateig á 95. mínútu. Ipswich er með þrjú stig en Southampton eitt. Enski boltinn Tengdar fréttir Spurs vann þrátt fyrir að lenda undir eftir hálfa mínútu Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrjátíu sekúndur vann Tottenham Brentford, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. september 2024 16:00 Díaz með tvö og Liverpool tyllti sér á toppinn Liverpool vann öruggan sigur á Bournemouth, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suður-Ameríkumennirnir Luis Díaz og Darwin Núnez sáu um markaskorun Rauða hersins. 21. september 2024 13:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Raúl Jiménez, Emile Smith Rowe og Reiss Nelson skoruðu mörk Fulham sem er með átta stig í 8. sæti deildarinnar. Harvey Barnes skoraði fyrir Newcastle sem er í 6. sætinu með tíu stig. Aston Villa kom til baka gegn Wolves og vann 3-1 sigur í leik liðanna á Villa Park. Matheus Cunha kom Úlfunum yfir á 25. mínútu og þannig var staðan allt fram á 73. mínútu þegar Ollie Watkins jafnaði fyrir Villa-menn. Þeir gengu svo á lagið og Ezri Konsa og Jhon Durán bættu við mörkum. Með sigrinum komst Villa upp í 3. sæti deildarinnar en Wolves er með eitt stig á botninum. Everton er enn án sigurs en liðið gerði 1-1 jafntefli við Leicester City á útivelli. Iliman Ndiaye kom Everton yfir á 12. mínútu en Stephy Mavididi jafnaði fyrir Leicester á 73. mínútu. Refirnir eru með þrjú stig í 15. sæti deildarinnar en strákarnir hans Seans Dyche í nítjánda og næstneðsta sæti með eitt stig. Fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Sam Morsy jafnaði fyrir Ipswich Town gegn Southampton í nýliðaslag á suðurströndinni. Lokatölur 1-1. Tyler Dibling kom Dýrlingunum yfir strax á 5. mínútu og það virtist ætla að tryggja þeim fyrsta sigurinn á tímabilinu en Morsy jafnaði fyrir traktorstrákana með frábæru skoti fyrir utan vítateig á 95. mínútu. Ipswich er með þrjú stig en Southampton eitt.
Enski boltinn Tengdar fréttir Spurs vann þrátt fyrir að lenda undir eftir hálfa mínútu Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrjátíu sekúndur vann Tottenham Brentford, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. september 2024 16:00 Díaz með tvö og Liverpool tyllti sér á toppinn Liverpool vann öruggan sigur á Bournemouth, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suður-Ameríkumennirnir Luis Díaz og Darwin Núnez sáu um markaskorun Rauða hersins. 21. september 2024 13:31 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Spurs vann þrátt fyrir að lenda undir eftir hálfa mínútu Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrjátíu sekúndur vann Tottenham Brentford, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í dag. 21. september 2024 16:00
Díaz með tvö og Liverpool tyllti sér á toppinn Liverpool vann öruggan sigur á Bournemouth, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suður-Ameríkumennirnir Luis Díaz og Darwin Núnez sáu um markaskorun Rauða hersins. 21. september 2024 13:31