Orri í byrjunarliði Real Sociedad sem mistókst enn og aftur að skora Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2024 14:01 Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í dag. getty/Rafa Babot Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson þreytti frumraun sína í byrjunarliði Real Sociedad þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real Sociedad keypti Orra frá FC Kaupmannahöfn um mánaðarmótin. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjum sínum með baskneska liðinu en fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Orri komst ekki mikið áleiðis, ekki frekar en aðrir sóknarmenn á vellinum, og var tekinn af velli á 61. mínútu. Liðin áttu aðeins samtals fimm skot á markið í fremur bragðdaufum leik. Real Sociedad hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum og er í 16. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig. Næsti leikur liðsins er gegn Nice í Evrópudeildinni á miðvikudaginn. Spænski boltinn
Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson þreytti frumraun sína í byrjunarliði Real Sociedad þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real Sociedad keypti Orra frá FC Kaupmannahöfn um mánaðarmótin. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjum sínum með baskneska liðinu en fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Orri komst ekki mikið áleiðis, ekki frekar en aðrir sóknarmenn á vellinum, og var tekinn af velli á 61. mínútu. Liðin áttu aðeins samtals fimm skot á markið í fremur bragðdaufum leik. Real Sociedad hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum og er í 16. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig. Næsti leikur liðsins er gegn Nice í Evrópudeildinni á miðvikudaginn.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn