Orri í byrjunarliði Real Sociedad sem mistókst enn og aftur að skora Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2024 14:01 Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í dag. getty/Rafa Babot Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson þreytti frumraun sína í byrjunarliði Real Sociedad þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real Sociedad keypti Orra frá FC Kaupmannahöfn um mánaðarmótin. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjum sínum með baskneska liðinu en fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Orri komst ekki mikið áleiðis, ekki frekar en aðrir sóknarmenn á vellinum, og var tekinn af velli á 61. mínútu. Liðin áttu aðeins samtals fimm skot á markið í fremur bragðdaufum leik. Real Sociedad hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum og er í 16. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig. Næsti leikur liðsins er gegn Nice í Evrópudeildinni á miðvikudaginn. Spænski boltinn
Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson þreytti frumraun sína í byrjunarliði Real Sociedad þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real Sociedad keypti Orra frá FC Kaupmannahöfn um mánaðarmótin. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu þremur leikjum sínum með baskneska liðinu en fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag. Orri komst ekki mikið áleiðis, ekki frekar en aðrir sóknarmenn á vellinum, og var tekinn af velli á 61. mínútu. Liðin áttu aðeins samtals fimm skot á markið í fremur bragðdaufum leik. Real Sociedad hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum og er í 16. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með fimm stig. Næsti leikur liðsins er gegn Nice í Evrópudeildinni á miðvikudaginn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti