Segir Arsenal sífellt betra en vill engar ásakanir um sálfræðistríð Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 14:31 Pep Guardiola er hrifinn af því sem Mikel Arteta, hans gamli aðstoðarmaður, er að gera hjá Arsenal. Getty/Julian Finney Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill ekki vera sakaður um neinn sálfræðihernað (e. mind games) en segir að Arsenal sé sífellt að verða betra lið undir stjórn Mikels Arteta. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Þeir verða betri með hverju árinu, og breiddin meiri. Þetta verður betra og betra á hverri leiktíð,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, um Arsenal-liðið. Hann var spurður með hvaða hætti sérstaklega Arsenal, sem varð að horfa á eftir titlinum til City á síðustu leiktíð, væri að þróast í rétta átt: „Þið getið spurt hann [Mikel Arteta] því ef ég segi eitthvað þá verð ég sakaður um sálfræðihernað eða eitthvað þannig. Ég hef alltaf haft mikið álit á honum og hans liði. Bæði árin hafa þeir verið nálægt þessu en við höfum verið svo sterkir líka, og erum enn sterkir,“ sagði Guardiola sem var með Arteta sem aðstoðarmann á sínum tíma. Þegar Guardiola var bent á að hann kynni nú alveg sín tök á sálfræðistríði, til að trufla andstæðingana, þvertók hann fyrir það: „Nei, ég er ekki góður í því.“ De Bruyne mögulega með gegn Arsenal Spánverjinn sagði mögulegt að Kevin de Bruyne yrði með í stórleiknum, þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega í nára í vikunni. „Honum líður aðeins betur í dag. Á morgun æfum við og sjáum til. Hann verður mögulega með,“ sagði Guardiola. „Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir síðustu ár. Við erum góðir en þeir líka. Þeir gera margt vel og eru heilsteypt lið, og þess vegna hafa þeir verið okkar helstu keppinautar síðustu ár. En svona snemma á tímabilinu þá er ekkert meira undir en bara það hvernig stemningin verður næstu leiki. Hvað stigatöfluna varðar þá skiptir þetta ekki öllu máli. Það verður meira undir þegar við förum til London á seinni hluta tímabilsins,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
„Þeir verða betri með hverju árinu, og breiddin meiri. Þetta verður betra og betra á hverri leiktíð,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, um Arsenal-liðið. Hann var spurður með hvaða hætti sérstaklega Arsenal, sem varð að horfa á eftir titlinum til City á síðustu leiktíð, væri að þróast í rétta átt: „Þið getið spurt hann [Mikel Arteta] því ef ég segi eitthvað þá verð ég sakaður um sálfræðihernað eða eitthvað þannig. Ég hef alltaf haft mikið álit á honum og hans liði. Bæði árin hafa þeir verið nálægt þessu en við höfum verið svo sterkir líka, og erum enn sterkir,“ sagði Guardiola sem var með Arteta sem aðstoðarmann á sínum tíma. Þegar Guardiola var bent á að hann kynni nú alveg sín tök á sálfræðistríði, til að trufla andstæðingana, þvertók hann fyrir það: „Nei, ég er ekki góður í því.“ De Bruyne mögulega með gegn Arsenal Spánverjinn sagði mögulegt að Kevin de Bruyne yrði með í stórleiknum, þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega í nára í vikunni. „Honum líður aðeins betur í dag. Á morgun æfum við og sjáum til. Hann verður mögulega með,“ sagði Guardiola. „Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir síðustu ár. Við erum góðir en þeir líka. Þeir gera margt vel og eru heilsteypt lið, og þess vegna hafa þeir verið okkar helstu keppinautar síðustu ár. En svona snemma á tímabilinu þá er ekkert meira undir en bara það hvernig stemningin verður næstu leiki. Hvað stigatöfluna varðar þá skiptir þetta ekki öllu máli. Það verður meira undir þegar við förum til London á seinni hluta tímabilsins,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira