Alzheimer - mennska og mildi Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 21. september 2024 08:00 Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Við vitum öll, að heimurinn glímir við margskonar áskoranir og þær verða eingöngu tæklaðar með mennsku og mildi að leiðarljósi og það sama gildir um áskoranir okkar í hinu daglega lífi. Við hjá Alheimersamtökunum reynum að nýta okkur þessi sömu leiðarljós, mennsku og mildi, í þjónustu okkar við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Við vitum, að sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hollt mataræði, líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á við skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra, að til þess að efla lífsgæði á þeirri vegferð sem framundan er, þá er afar brýnt að hafa í alltaf í huga: að halda daglegri rútínu er mikilvægt og skapar öryggi að hollt mataræði skiptir miklu máli að alls kyns hreyfing er af hinu góða að félagsleg tengsl eru undirstaða vellíðunar að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og við vitum að þessir þættir geta hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar Við vitum líka, að líðan skjólstæðinga okkar er margs konar, þeir geta verið áhyggjufullir, óöruggir og kvíðnir því einföldustu athafnir daglegs lífs eru þeim stundum um megn því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera, þeir eru einfaldlega að missa færni til þess. Þá skiptir máli að við hin sýnum mennsku og mildi þegar við tölum saman og leiðbeinum í þessum erfiðu aðstæðum. Við skulum hafa í huga að í einstaklingi með heilabilun búa áfram tilfinningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. En við skulum líka hafa í huga að hugsanlega skynjar einstaklingur með heilabilun að fólkið hans hefur enn meiri áhyggjur en hann sjálfur, það finni líka fyrir kvíða, óöryggi og pínu örvæntingu og slík skynjun getur brotist út með ýmsum hætti en þá reynir á okkur hin að muna að sýna mennsku og mildi í öllum samskiptum. Við skulum alltaf hafa í huga að það er ekki bara svartnætti framundan þó sjúkdómurinn sé grimmur, það er líka von og það er margt sem við getum gert. Við getum til dæmis stuðlað að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjállfsvirðingu og sjálfsálitið sé haldið við. Það er okkar innleg og við getum vonandi jafnframt bætt líðan viðkomandi. Við vitum, að á þessari vegferð eru skrefin mörg og misjöfn en það er frumskylda samfélagsins að sjá til þess að þjónusta sé fyrir hendi í þessum sjúkdómi sem öðrum. Það á ekki að færa ábyrgðina yfir á aðstandendur og þeirra sé að sjá um einstaklinga sem greinast með heilabilun. Heilbrigðis- og félagslegakerfið þurfa að byggja brýr sín á milli til að auka þjónustuúræði og leita allra leiða til að efla lífsgæði þessara einstaklinga. Það mun ekki standa á Alzheimersamtökunum að taka þátt í þeirri vegferð. Að lokum minni ég alla á ráðstefnu okkar „Taktu málin í þínar hendur“ sem hefst klukkann 12:30 á Hótel Reykjavík Grand og einnig á frábæra fyrirlestra sem verða í Seiglunni 23. og 24. september en nálgast má frekari upplýsingar á alzheimer.is. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Við vitum öll, að heimurinn glímir við margskonar áskoranir og þær verða eingöngu tæklaðar með mennsku og mildi að leiðarljósi og það sama gildir um áskoranir okkar í hinu daglega lífi. Við hjá Alheimersamtökunum reynum að nýta okkur þessi sömu leiðarljós, mennsku og mildi, í þjónustu okkar við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Við vitum, að sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hollt mataræði, líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á við skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra, að til þess að efla lífsgæði á þeirri vegferð sem framundan er, þá er afar brýnt að hafa í alltaf í huga: að halda daglegri rútínu er mikilvægt og skapar öryggi að hollt mataræði skiptir miklu máli að alls kyns hreyfing er af hinu góða að félagsleg tengsl eru undirstaða vellíðunar að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og við vitum að þessir þættir geta hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar Við vitum líka, að líðan skjólstæðinga okkar er margs konar, þeir geta verið áhyggjufullir, óöruggir og kvíðnir því einföldustu athafnir daglegs lífs eru þeim stundum um megn því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera, þeir eru einfaldlega að missa færni til þess. Þá skiptir máli að við hin sýnum mennsku og mildi þegar við tölum saman og leiðbeinum í þessum erfiðu aðstæðum. Við skulum hafa í huga að í einstaklingi með heilabilun búa áfram tilfinningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. En við skulum líka hafa í huga að hugsanlega skynjar einstaklingur með heilabilun að fólkið hans hefur enn meiri áhyggjur en hann sjálfur, það finni líka fyrir kvíða, óöryggi og pínu örvæntingu og slík skynjun getur brotist út með ýmsum hætti en þá reynir á okkur hin að muna að sýna mennsku og mildi í öllum samskiptum. Við skulum alltaf hafa í huga að það er ekki bara svartnætti framundan þó sjúkdómurinn sé grimmur, það er líka von og það er margt sem við getum gert. Við getum til dæmis stuðlað að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjállfsvirðingu og sjálfsálitið sé haldið við. Það er okkar innleg og við getum vonandi jafnframt bætt líðan viðkomandi. Við vitum, að á þessari vegferð eru skrefin mörg og misjöfn en það er frumskylda samfélagsins að sjá til þess að þjónusta sé fyrir hendi í þessum sjúkdómi sem öðrum. Það á ekki að færa ábyrgðina yfir á aðstandendur og þeirra sé að sjá um einstaklinga sem greinast með heilabilun. Heilbrigðis- og félagslegakerfið þurfa að byggja brýr sín á milli til að auka þjónustuúræði og leita allra leiða til að efla lífsgæði þessara einstaklinga. Það mun ekki standa á Alzheimersamtökunum að taka þátt í þeirri vegferð. Að lokum minni ég alla á ráðstefnu okkar „Taktu málin í þínar hendur“ sem hefst klukkann 12:30 á Hótel Reykjavík Grand og einnig á frábæra fyrirlestra sem verða í Seiglunni 23. og 24. september en nálgast má frekari upplýsingar á alzheimer.is. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna.
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar