Þessi stórskrítnu norm í óbarnvænu samfélagi Sólveig María Svavarsdóttir skrifar 19. september 2024 16:33 Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er of margt uggvænlegt að gerast. Fólki líður ekki nógu vel og börnunum okkar líður ekki nógu vel. Þessa dagana er alltof mikið af hræðilegum atburðum að eiga sér stað á Íslandi. Það er slatti af „normum“ hér á landi sem eru ekki góð norm. Normið að börn fari ung frá foreldrum sínum og dagar þeirra séu langir. Normið að börn séu þreytt og tætt og með upptendruð taugakerfi. Normið að íslenskt skólakerfi sé komið að þolmörkum vegna álags. Normið að kennarar og skólastarfsmenn þurfi stöðugt að vera að slökkva elda vegna vanlíðunar barna. Normið að kennarar og skólastarfsmenn séu að kafna úr álagi vegna allra þeirra barna sem líður ekki vel. Normið að drengirnir okkar dafni illa innan skólakerfisins. Normið að það sé "alltaf" mikið að gera hjá fjölskyldum og að samfélagið krefjist of mikils af þeim. Normið að börn eyði miklum tíma fyrir framan skjá. Normið að íslensk börn skori hátt þegar kemur að lyfjanotkun tengdri andlegri líðan. Normið að foreldrar séu örþreyttir og að kafna undan álagi. Normið að unglingar okkar drekka alltof mikið af orkudrykkjum og skorti svefn. Normið að það sé dýrt og erfitt að fá nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni á Íslandi. Normið að íslenskt samfélag sé ekki fjölskyldvænt. Mér finnst í lengri tíma hafa ríkt nokkurs konar meðvirkni þegar kemur að mörgum hlutum í samfélaginu okkar. Að við eigum bara að segja að allt "gangi vel" og "sé í lagi." Það er ekki raunin og það þarf að horfast í augu við vandann. Það er fullt af fólki að gera vel og reyna sitt allra besta og það er fullt af stórkostlegu fólki inn í kerfunum okkar að reyna eins og það getur en þetta er samt svo þungt. Og staðreyndin er sú að of mörgum íslenskum börnum líður illa. Það þarf að brjóta norm og breyta þeim og byggja upp fjölskylduvænna samfélag með börn í forgrunni. Kerfið sem grípur foreldra og börn þarf að vera sterkara. Það þarf að finna leiðir svo foreldrar og börn geti ræktað tengsl sín enn betur. Mögulega má segja að nokkurs konar tengslarof ríki í samfélaginu og fátt hefur meira forvarnargildi en sterk tengsl foreldra og barna. Börn eru grunnur hvers samfélags og það ætti allt að vera hugsað út frá þeim. Í dag er stundum eins og börn séu nokkurs konar aukahlutur. Það þarf að auka fjármagn þegar kemur að málefnum barna. Það þarf að vanda grunninn vel svo húsið standi. Við viljum ekki þjóðfélag byggt á sandi!
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar