„Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 15:51 Þórður Snær Júlíussson ritstýrði Kjarnanum og svo Heimildinni, þar til í sumar. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson fyrrverandi ritstjóri, hyggur á útgáfu fréttabréfsins Kjarnyrt, hvers útgáfa hefst á morgun. Hann segist með þessu ekki vera að snúa aftur á vettvang fjölmiðlanna, en gefur lítið upp um hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
„Ég er nú bara að byrja með fréttabréf sem ég ætla að senda á fólk tvisvar í viku. Það er nú ekki stórtækara en það,“ segir Þórður Snær í samtali við Vísi. Þórður ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. „Ég er búinn að vera að skrifa greiningar og skoðanapistla í vel á annan áratug. Ég fann bara að ég hafði löngun til að gera það áfram, og láta mig samfélagið varða,“ segir Þórður Snær. Vill lyfta því sem vel er gert Hann hafi talið fréttabréf ágætis vettvang fyrir slíkt, og tilkynnti um áformin á Facebook-síðu sinni í dag. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. Yfir 500 manns hafa brugðist með jákvæðum hætti við færslunni, og hann segir á annað þúsund þegar hafa skráð sig í áskrift að fréttabréfinu, sem er endurgjaldslaust. Þórður segist hafa viljað gera þetta án þess að um of mikla skuldbindingu væri að ræða, en hann stefnir á að senda út tvö minnst fréttabréf í viku. „Og sannarlega ekki að fara aftur í fjölmiðlageirann. Ég held að allir sem hafa fylgst með mér í einhvern tíma viti fyrir hvað ég stend, hvar mín sérsvið liggja og munu kannast við efnistökin sem verða þarna,“ segir Þórður. Með þessu móti þurfi hann ekki aðeins að einskorða sig við það sem er að í samfélaginu á hverjum tíma, eins og oft vilji verða í hefðbundnum fjölmiðlum. „Heldur líka vera aðeins lausnamiðaðri og lyfta því sem er vel gert,“ segir Þórður og ítrekar að ekki sé um fjölmiðil að ræða. „Ég er bara að gefa út fréttabréf til þess að svara eftirspurn og halda einhverjum tengslum.“ Heldur spilunum þétt að sér Næst berst talið að því hvað taki við hjá Þórði, sem eins og áður sagði lét af störfum sem ritstjóri í sumar. Hann vill lítið gefa upp. „Ég ætla bara að halda því fyrir mig. Það er ekki oft í lífínu sem maður tekur svona stórar ákvarðanir um að hverfa frá einhverju sem maður hefur unnið að í langan tíma. Ég ætla að vanda mig vel og taka mér tíma í að ákveða það hvað ég geri næst,“ segir Þórður. Nafn hans hefur borið á góma í tengslum við mögulegt framboð í næstu Alþingiskosningum, en Þórður tjáir sig lítið um hvort stjórnmálaleiðtogar eða fulltrúar flokka hafi komið að máli við hann. „Það verða bara að vera samtöl sem ég held fyrir sjálfan mig. Það hefur alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti. Óháð því hvort það sé fólk í stjórnmálum, viðskiptalífinu eða eitthvað annað, þá ætla ég ekkert að vera að tjá mig sérstaklega um það.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun