Sjálfstæðismenn í borginni vilja samræmd próf aftur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. september 2024 18:45 Frá fundi borgarstjórnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að vísa til skóla- og frístundaráðs tillögu Sjálfstæðisflokks þess efnis borgin færi þess á leit við menntamálaráðherra að samræmd próf yrðu tekin upp að nýju í 4., 7. og 10. bekk grunnskóla. Skólayfirvöld í borginni vinna með menntamálaráðuneytinu að námsmati sem ætlað er að leysa samræmd próf af hólmi. Samþykkt var með tuttugu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, eftir því sem fram kemur í fundargerð borgarstjórnar. Dýrt kerfi en lítill árangur Í greinargerð með tillögunni segir að frá árinu 2009 hafi íslenskur grunnskóli dalað um það sem nemur 64 Pisa-stigum í lesskilningi. Það jafngildi rúmega þremur heilum grunnskólaárum. „Ísland er neðst Norðurlandanna í síðustu Pisa-könnun, næstneðst allra Evrópuríkja og í 6. neðsta sæti allra þátttökuríkjanna. Hér er því um óvenjulega mikla afturför að ræða á skömmum tíma. Engu að síður er hér rekið eitt dýrasta grunnskólakerfi innan OECD ríkjanna,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að kostnaður við hvern nemanda sé um 2,7 milljónir á ári, eða 27 milljónir á hvern nemanda út grunnskólagönguna. Nýtt kerfi leysi prófin af hólmi Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, í umræðum um menntamál var umræðu og áhuga á skólamálum fagnað. „Enda haldast gæði menntunar í hendur við hagsæld og velgengni okkar sem samfélags. Endurteknar niðurstöður úr Pisa-könnunum eru tilefni til þess að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til þess að gera betur og auka árangur menntakerfisins,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þegar hafi verið sett af stað fagleg vinna til að greina stöðuna og finna lausnir til þess að bregðast við. „Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkur. Að auki hafa skólayfirföld í borginni unnið þétt með mennta- og barnamálaráðuneytinu að nýju og bættu samræmdu námsmati, matsferli, sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.“ Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tillagan hefði verið samþykkt. Það er ekki rétt. Hið rétta er að samþykkt var að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, þar sem tekin verður afstaða til hennar. Velvirðingar er beðist á þessu. Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Samþykkt var með tuttugu atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna að vísa tillögunni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, eftir því sem fram kemur í fundargerð borgarstjórnar. Dýrt kerfi en lítill árangur Í greinargerð með tillögunni segir að frá árinu 2009 hafi íslenskur grunnskóli dalað um það sem nemur 64 Pisa-stigum í lesskilningi. Það jafngildi rúmega þremur heilum grunnskólaárum. „Ísland er neðst Norðurlandanna í síðustu Pisa-könnun, næstneðst allra Evrópuríkja og í 6. neðsta sæti allra þátttökuríkjanna. Hér er því um óvenjulega mikla afturför að ræða á skömmum tíma. Engu að síður er hér rekið eitt dýrasta grunnskólakerfi innan OECD ríkjanna,“ segir í greinargerðinni. Þar segir einnig að kostnaður við hvern nemanda sé um 2,7 milljónir á ári, eða 27 milljónir á hvern nemanda út grunnskólagönguna. Nýtt kerfi leysi prófin af hólmi Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans, þ.e. Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, í umræðum um menntamál var umræðu og áhuga á skólamálum fagnað. „Enda haldast gæði menntunar í hendur við hagsæld og velgengni okkar sem samfélags. Endurteknar niðurstöður úr Pisa-könnunum eru tilefni til þess að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til þess að gera betur og auka árangur menntakerfisins,“ segir í bókuninni. Þá kemur fram að þegar hafi verið sett af stað fagleg vinna til að greina stöðuna og finna lausnir til þess að bregðast við. „Nú stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Reykjavíkur. Að auki hafa skólayfirföld í borginni unnið þétt með mennta- og barnamálaráðuneytinu að nýju og bættu samræmdu námsmati, matsferli, sem mun leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi.“ Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tillagan hefði verið samþykkt. Það er ekki rétt. Hið rétta er að samþykkt var að vísa henni til meðferðar skóla- og frístundaráðs, þar sem tekin verður afstaða til hennar. Velvirðingar er beðist á þessu.
Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira