Yazan ekki fluttur úr landi og fær efnismeðferð Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 16:33 Yazan verður ekki fluttur af landi brott. Vísir Yazan Tamimi og fjölskylda verða ekki flutt úr landi fyrir laugardag og munu því öðlast rétt til efnislegrar meðferðar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að baki hverrar fylgdar sé mikill undirbúningur, til að mynda náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. „Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu þar sem frá og með næstkomandi laugardegi, þann 21. september, mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.“ Hætt við á síðustu stundu Fjölskyldan var á aðfaranótt mánudags flutt af fylgdar- og heimferðadeild Ríkislögreglustjóra til Keflavíkur, þaðan sem átti að fljúga henni til Spánar, þar sem hún hafði fengið vegabréfsáritun við komuna til Evrópu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ákvað svo snemma morguns á mánudag að fyrirskipa frestun brottflutningsins að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vildi ræða málið og Yazan fer ekki fet Guðmundur Ingi hafði óskað eftir því að brottflutningnum yrði frestað þar til mál Yazans hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Nú er ljóst að frestun brottflutningsins gerir það að verkum að fjölskyldan fær efnislega meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi, frekar en á Spáni. Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Þar segir að að baki hverrar fylgdar sé mikill undirbúningur, til að mynda náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. „Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu þar sem frá og með næstkomandi laugardegi, þann 21. september, mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.“ Hætt við á síðustu stundu Fjölskyldan var á aðfaranótt mánudags flutt af fylgdar- og heimferðadeild Ríkislögreglustjóra til Keflavíkur, þaðan sem átti að fljúga henni til Spánar, þar sem hún hafði fengið vegabréfsáritun við komuna til Evrópu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ákvað svo snemma morguns á mánudag að fyrirskipa frestun brottflutningsins að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vildi ræða málið og Yazan fer ekki fet Guðmundur Ingi hafði óskað eftir því að brottflutningnum yrði frestað þar til mál Yazans hefði verið rætt á ríkisstjórnarfundi. Nú er ljóst að frestun brottflutningsins gerir það að verkum að fjölskyldan fær efnislega meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi, frekar en á Spáni.
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37 „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57 Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu kom saman og söng fyrir utan Heilbrigðisráðuneytið í morgun. Kórinn vakti athygli á stöðu heilbrigðismála í Palestínu í yfirlýsingu sinni og tileinkaði sönginn Yazan Tamimi, ellefu ára langveika drengnum sem enn stendur til að vísa úr landi. Heilbrigðisráðherra hlýddi ekki á sönginn. 18. september 2024 13:37
„Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir lög sem heimili lögreglu að fara inn á spítala til að sækja barn um miðja nótt „ólög og ómanneskjuleg“. Guðrún segir tímabært fyrir samfélagið að staldra við og skoða betur hvernig það geti verið manneskjulegra og í meiri kærleika. 18. september 2024 07:57
Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. 17. september 2024 16:59