„Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 16:02 Erfitt er að ná Murray þegar hann kemst á ferðina. Ric Tapia/Getty Images Misgóð tilþrif sáust í NFL-deildinni um síðustu helgi. Einhverjir sýndu frábær tilþrif, til að mynda Kyler Murray í liði Arizona Cardinals, en aðrir verri, eins og David Montgomery í liði Detroit Lions. Tilþrif helgarinnar voru nokkur og að venju farið yfir þau í Lokasókninni sem gerði aðra umferð NFL-deildarinnar upp. Klippa: Tilþrif vikunnar: Pezkall og kistuberar Jalen Tolbert, innherji hjá Dallas Cowboys, átti ótrúlegt grip og sömu sögu er að segja af Calvin Ridley, útherja hjá Tennessee Titans, sem greip boltann í raun á fáránlegan máta í endamarkinu til að skora snertimark. Kyler Murray, leikstjórnandi Arizona Cardinals, vakti þá einnig athygli fyrir gott hlaup með boltann. Murray er ekki hár í loftinu og virkar oft eins og verið sé að spila myndefni hratt þegar hann hleypur á milli þungra varnarmanna. „Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik. Það er ekki hægt að klukka hann,“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson, í Lokasókninni og sérfræðingurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson líkti honum við „Pezkall“. „Það vantar bara tölvuleikjatónlist undir,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um hlaup Murrays. Montgomery hékk í lausu lofti eins og sjá má í klippunni.Vísir/Lokasóknin Innherjar Cincinnati Bengals, þeir Erick All og Mike Gesicki, áttu báðir skemmtileg tilþrif. Þó misvel heppnuð, líkt og sjá farið var yfir í Lokasókninni. All var keyrður í jörðina og Gesicki tók skemmtilegt hopp. Þá var kómískt þegar David Montgomery, hlaupari í liði Detroit Lions, var tæklaður af varnarmönnum Tampa Bay Buccaneers. Þeir voru um fimm sem tóku á Montgomery „eins og kistuberar,“ líkt og Eiríkur Stefán orðaði það. NFL Lokasóknin Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira
Tilþrif helgarinnar voru nokkur og að venju farið yfir þau í Lokasókninni sem gerði aðra umferð NFL-deildarinnar upp. Klippa: Tilþrif vikunnar: Pezkall og kistuberar Jalen Tolbert, innherji hjá Dallas Cowboys, átti ótrúlegt grip og sömu sögu er að segja af Calvin Ridley, útherja hjá Tennessee Titans, sem greip boltann í raun á fáránlegan máta í endamarkinu til að skora snertimark. Kyler Murray, leikstjórnandi Arizona Cardinals, vakti þá einnig athygli fyrir gott hlaup með boltann. Murray er ekki hár í loftinu og virkar oft eins og verið sé að spila myndefni hratt þegar hann hleypur á milli þungra varnarmanna. „Pælið í að vera á móti þessum gæja í stórfiskaleik. Það er ekki hægt að klukka hann,“ segir þáttastjórnandinn Andri Ólafsson, í Lokasókninni og sérfræðingurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson líkti honum við „Pezkall“. „Það vantar bara tölvuleikjatónlist undir,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um hlaup Murrays. Montgomery hékk í lausu lofti eins og sjá má í klippunni.Vísir/Lokasóknin Innherjar Cincinnati Bengals, þeir Erick All og Mike Gesicki, áttu báðir skemmtileg tilþrif. Þó misvel heppnuð, líkt og sjá farið var yfir í Lokasókninni. All var keyrður í jörðina og Gesicki tók skemmtilegt hopp. Þá var kómískt þegar David Montgomery, hlaupari í liði Detroit Lions, var tæklaður af varnarmönnum Tampa Bay Buccaneers. Þeir voru um fimm sem tóku á Montgomery „eins og kistuberar,“ líkt og Eiríkur Stefán orðaði það.
NFL Lokasóknin Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Haukur magnaður í sigri Löwen Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Elvar skoraði tólf í naumu tapi Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sjáðu mörkin sem komu United upp fyrir Liverpool Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Sjá meira