Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 15:40 Hulda Margrét segir Kolfinnu Eldeyju hafa verið augastein föður síns. Getty Systir karlmanns sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana segist sár yfir því hve seint nánustu aðstandendum í föðurlegg stúlkunnar voru færð tíðindin. Hún leggur áherslu á að feðginin hafi átt í mjög góðu sambandi. Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53
Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48
Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17