Læknir hafi metið Yazan flugfæran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 10:46 Marín Þórsdóttir er verkefnastjóri hjá heimferða- og fylgdadeild ríkislögreglustjóra. Hún stýrir heimferðar- og fylgdardeildum ríkislögreglustjóra. Hún starfaði áður sem deildarstjóri hjá Rauða krossinum. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. Lögreglumenn á vegum ríkislögreglustjóra voru sendir í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, seint á sunnudagskvöld. Þar var Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, vakinn með það fyrir augum að flytja hann og móður hans úr landi. Um svipað leyti braust lögregla inn í húsnæði sem fjölskyldan hefur til afnota og handtók föður hans. Til stóð að fljúga fjölskyldunni til Spánar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Þangað flaug fjölskyldan frá Palestínu áður en hún kom til Íslands árið 2023. Félagsmálaráðherra fór þess á leit að málið fengi frekari umræðu og ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottvísun. Tilhögun ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli og hefur formaður Duchenne-samtakanna hér á landi sagt geta verið hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá ríkislögreglustjóra, mætti í Kastljós í gærkvöldi til að ræða slíkan brottflutning. Þar sagði hún að ekki væri ráðist í slíkar aðgerðir nema með grænu ljósi frá lækni. „Þegar við erum með líkamlega veika einstaklinga þá er rætt við lækna. Ef þeir eru með lækna þá er rætt við þá. Ef þeir hafa ekki verið í læknismeðferð og talið er að hætta sé á, þá er fengið læknismat og gefið út svokallað „Fit to fly“-vottorð og það er gert,“ sagði Marín. Það lægi alltaf fyrir áður en farið væri í aðgerðir sem þessar. Nokkur hundruð manns hafa komið saman við Hverfisgötu í morgun þar sem ríkisstjórnin fundar. Vill hópurinn mótmæla meðferðinni á Yazan og kallar eftir að hann fái dvalarleyfi hér á landi. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Lögreglumenn á vegum ríkislögreglustjóra voru sendir í Rjóðrið, hvíldarheimili fyrir langveik börn, seint á sunnudagskvöld. Þar var Yazan Tamimi, ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóm, vakinn með það fyrir augum að flytja hann og móður hans úr landi. Um svipað leyti braust lögregla inn í húsnæði sem fjölskyldan hefur til afnota og handtók föður hans. Til stóð að fljúga fjölskyldunni til Spánar á grundvelli Dyflinnarsáttmálans. Þangað flaug fjölskyldan frá Palestínu áður en hún kom til Íslands árið 2023. Félagsmálaráðherra fór þess á leit að málið fengi frekari umræðu og ákvað dómsmálaráðherra að fresta brottvísun. Tilhögun ríkislögreglustjóra hefur vakið athygli og hefur formaður Duchenne-samtakanna hér á landi sagt geta verið hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. Marín Þórsdóttir, verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar hjá ríkislögreglustjóra, mætti í Kastljós í gærkvöldi til að ræða slíkan brottflutning. Þar sagði hún að ekki væri ráðist í slíkar aðgerðir nema með grænu ljósi frá lækni. „Þegar við erum með líkamlega veika einstaklinga þá er rætt við lækna. Ef þeir eru með lækna þá er rætt við þá. Ef þeir hafa ekki verið í læknismeðferð og talið er að hætta sé á, þá er fengið læknismat og gefið út svokallað „Fit to fly“-vottorð og það er gert,“ sagði Marín. Það lægi alltaf fyrir áður en farið væri í aðgerðir sem þessar. Nokkur hundruð manns hafa komið saman við Hverfisgötu í morgun þar sem ríkisstjórnin fundar. Vill hópurinn mótmæla meðferðinni á Yazan og kallar eftir að hann fái dvalarleyfi hér á landi.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33 „Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11 Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir aðstoðarkona Yazans hitti hann og fjölskyldu hans í gær. Hún er ein þeirra sem mótmælir fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Hún segir Yazan þreyttan eftir að hafa setið í hjólastól í sjö tíma í gær og faðir hans brákaðan eftir aðgerðir lögreglu. 17. september 2024 10:33
„Við viljum þetta ekki“ Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. 17. september 2024 10:11
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24