Þetta staðfestir Rannveig Brynja Sverrisdóttir aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi í samtali við fréttastofu en lýst er eftir Illes á Facebook-síðu lögreglunnar.
Rannveig Brynja segir leitina fara fram í Vík og næsta nágrenni.
„Það er fullt af manskap á leiðinni, sporhundar, drónar. Bætist jafnt og þétt í hópinn.“
Hún segir málið að öðru leyti á algjöru rannsóknarstigi. „Við erum bara að safna að okkur gögnum og undirbúa leitina.“
Lagt sé áherslu á leitina núna meðal annars vegna leiðindaveðurs á svæðinu. „Rigning og rok,“ segir Rannveig Brynja.