Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. september 2024 16:46 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/Arnar Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana hefur verið samvinnufús að mati Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeildar lögreglu. Karlmaðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til að komast í samband við lögreglu. Hann var óskýr um staðsetningu sína, en hann reyndist vera staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. „Það kemur tilkynning til okkur laust eftir sex í gærkvöldi þar sem sá sem er grunaður tilkynnir um atburðinn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var maðurinn handtekinn og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Grímur segir að hann hafi bent lögreglu á þann stað sem þeir fundu stúlkuna. Dagurinn í dag hefur að sögn Gríms farið í að tryggja rannsóknargögn, og segja þeim sem þurfa að vita af málinu, líkt og fjölskyldu, frá því. Ekki er grunur um að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna að svo stöddu. Grímur segist ekki ætla að tjá sig að svo stöddu um hvort lögregla hafi lagt hald á vopn í tengslum við málið. Þá er ekki grunur um að sakborningar málsins séu fleiri, né að maðurinn tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Grímur tekur þó fram að rannsókn mála sem þessara geti farið með mann á óvæntar slóðir. Hann segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi ætlað að hylma yfir brot sín, hann hafi sjálfur gert lögreglu viðvart um málið. Hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Karlmaðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til að komast í samband við lögreglu. Hann var óskýr um staðsetningu sína, en hann reyndist vera staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. „Það kemur tilkynning til okkur laust eftir sex í gærkvöldi þar sem sá sem er grunaður tilkynnir um atburðinn,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. Lögreglan kom á vettvang skömmu síðar. Þar var maðurinn handtekinn og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Grímur segir að hann hafi bent lögreglu á þann stað sem þeir fundu stúlkuna. Dagurinn í dag hefur að sögn Gríms farið í að tryggja rannsóknargögn, og segja þeim sem þurfa að vita af málinu, líkt og fjölskyldu, frá því. Ekki er grunur um að maðurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna að svo stöddu. Grímur segist ekki ætla að tjá sig að svo stöddu um hvort lögregla hafi lagt hald á vopn í tengslum við málið. Þá er ekki grunur um að sakborningar málsins séu fleiri, né að maðurinn tengist skipulagðri glæpastarfsemi. Grímur tekur þó fram að rannsókn mála sem þessara geti farið með mann á óvæntar slóðir. Hann segir að ekki sé grunur um að maðurinn hafi ætlað að hylma yfir brot sín, hann hafi sjálfur gert lögreglu viðvart um málið. Hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52
Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44