Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. september 2024 14:31 María Thelma og Steinarr ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Vinkonur leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur komu henni verulega á óvart liðna helgi með skemmtilegum gæsunardegi. María birti myndir frá deginum á Instagram þar sem hún virðist hafa skemmt sér vel þrátt fyrir óvænta U-beygju á Læknavaktina. María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi. Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Sjá meira
María Thelma og unnustu hennar Steinari Thors hnefaleikakappi munu ganga í það heilaga 12. október næstkomandi. Þau trúlofuðust í desember í fyrra á göngu um jólaþorpið í Hafnarfirði þegar Steinar skellti sér á skeljarnar. Dagurinn einkenndist af mikilli gleði og stemningu þar sem þær fóru meðal annars í Sky-Lagoon, fengu útrás í Skemmtigarðinum, fóru karíókí og gerðu vel við sig í mat og drykk. Allt eins og það á að vera. Úr reiðiherberginu á Læknavaktina Í Skemmtigarðinum fór hópurinn í svokallað reiðiherbergi (e. rage room) þar sem þær smössuðu ýmsa hluti með sleggju. Ein í hópnum meiddist á hendi og fékk skurð sem leit afar illa út í fyrstu. „Ég var rifin framúr af mínum nánustu kjarnakonum þar sem mér var skipað að pakka í sund- og pæjutösku. Ég lét ekki segja mér það tvisvar og ferðinni var rakleiðis haldið í Skylagoon og svo beint í bröns. Þar næst fórum við í Rage room og börðum frá okkur allt vit, þangað til að ein af okkur fékk skurð á hendina sem leit vægast sagt ekki vel út,“ segir María Thelma. „Í kjölfarið ákváðum við að kíkja á Læknavaktina og til allrar hamingju var um minniháttarskurð að ræða. Ferðinni var síðan haldið á karíókí bar og kvöldinu slúttað í mat, trúnói og samverustund. Just the way I like it! Ég er óendanlega þakklát fyrir að eiga þetta ríkidæmi sem mínar vinkonur eru. Ég óska þess heitast að okkar vinskapur eigi eftir að halda áfram að þróast og styrkjast um ókomna tíð. Nú er ekkert eftir en að giftast þessum gaur.“ View this post on Instagram A post shared by MARÍA THELMA (@mariathelma93) María Thelma útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Síðan þá hefur hún meðal annars leikið í Föngum, Ófærð og kvikmyndinni Arctic þar sem hún lék á móti Mads Mikkelsen. Hún og unnusti hennar, Steinar Thors, byrjuðu saman árið 2022. Steinar hefur getið sér gott orð sem hnefaleikakappi, ásamt því að starfa sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Þá hefur hann tekið að sér hin ýmsu hlutverk sem áhættuleikari. Steinar á einn son úr fyrra sambandi.
Ástin og lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Fleiri fréttir Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Sjá meira