Biðin sem veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 16. september 2024 07:02 Fyrir rúmum tveimur árum opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér. Áhersla er á að tryggja líkamlega, vitræna og félagslega virkni skjólstæðinga á fjölbreyttan hátt og eftir þörfum einstaklinganna sem sækja þjónustuna hverju sinni. Það er fjölbreyttur hópur sem greinist með heilabilun, sum eru eldri, en önnur yngri og enn virk á vinnumarkaði. Flest þeirra detta því miður fljótlega út af vinnumarkaði eftir greiningu á heilabilun og mörg hver alltof snemma vegna vanþekkingar vinnuveitenda. Í kjölfarið einangrast mörg þeirra og draga sig í hlé sem hefur slæm áhrif. Rannsóknir sýna okkur að með því að vera líkamlega, félagslega og vitrænt virk minnkum við ekki einungis líkur á heilabilun heldur geta einstaklingar með heilabilun einnig hægt á framgangi sjúkdómsins, minnkað einkenni og aukið lífsgæði sín. Í dag eru 33 pláss í Seiglunni og eru um 50 einstaklingar um þau pláss á hverjum tíma, sum þeirra mæta alla daga en önnur sjaldnar. Reksturinn er fjármagnaður af Sjúkratryggingum Íslands en rekstrarkostnaður Seiglunnar er um 90 m.kr. á ári sem er ekki há upphæð ef horft til ávinningsins. Aukin lífsgæði þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu Seiglunnar og léttir aðstandenda, er ekki metinn til fjár. En ef við viljum skoða fjárhagslegan ávinning slíks úrræðis fyrir samfélagið er hann umtalsverður. Fyrir hvern mánuð sem við komum í veg fyrir þörf á plássi á hjúkrunarheimili fyrir þá 50 einstaklinga sem sækja þjónustu í Seigluna sparast tæplega 90 m.kr. sem er rekstrarkostnaður Seiglunnar á einu ári. Fjárhagslegi ávinningurinn fyrir samfélagið er því borðleggjandi og augljós. Í dag eru um 60 einstaklingar á biðlista eftir plássi í Seiglunni. Á meðan þau bíða missa þau hratt færni og eru jafnvel komin of langt í sínum sjúkdómi til að þiggja pláss í Seiglunni þegar röðin kemur að þeim. Við þurfum fjármagn til þess að opna annað sambærilegt úrræði líkt og Seigluna sem allra fyrst, því ljóst er að þörfin er aðkallandi og biðin, hún veikir og tekur. Ég vil nota tækifærið og minna á ráðstefnu Alzheimersamtakanna á alþjóðlegum degi Alzheimer þann 21. september á Hótel Reykjavík Grand kl. 12.30 -15.30. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér. Áhersla er á að tryggja líkamlega, vitræna og félagslega virkni skjólstæðinga á fjölbreyttan hátt og eftir þörfum einstaklinganna sem sækja þjónustuna hverju sinni. Það er fjölbreyttur hópur sem greinist með heilabilun, sum eru eldri, en önnur yngri og enn virk á vinnumarkaði. Flest þeirra detta því miður fljótlega út af vinnumarkaði eftir greiningu á heilabilun og mörg hver alltof snemma vegna vanþekkingar vinnuveitenda. Í kjölfarið einangrast mörg þeirra og draga sig í hlé sem hefur slæm áhrif. Rannsóknir sýna okkur að með því að vera líkamlega, félagslega og vitrænt virk minnkum við ekki einungis líkur á heilabilun heldur geta einstaklingar með heilabilun einnig hægt á framgangi sjúkdómsins, minnkað einkenni og aukið lífsgæði sín. Í dag eru 33 pláss í Seiglunni og eru um 50 einstaklingar um þau pláss á hverjum tíma, sum þeirra mæta alla daga en önnur sjaldnar. Reksturinn er fjármagnaður af Sjúkratryggingum Íslands en rekstrarkostnaður Seiglunnar er um 90 m.kr. á ári sem er ekki há upphæð ef horft til ávinningsins. Aukin lífsgæði þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu Seiglunnar og léttir aðstandenda, er ekki metinn til fjár. En ef við viljum skoða fjárhagslegan ávinning slíks úrræðis fyrir samfélagið er hann umtalsverður. Fyrir hvern mánuð sem við komum í veg fyrir þörf á plássi á hjúkrunarheimili fyrir þá 50 einstaklinga sem sækja þjónustu í Seigluna sparast tæplega 90 m.kr. sem er rekstrarkostnaður Seiglunnar á einu ári. Fjárhagslegi ávinningurinn fyrir samfélagið er því borðleggjandi og augljós. Í dag eru um 60 einstaklingar á biðlista eftir plássi í Seiglunni. Á meðan þau bíða missa þau hratt færni og eru jafnvel komin of langt í sínum sjúkdómi til að þiggja pláss í Seiglunni þegar röðin kemur að þeim. Við þurfum fjármagn til þess að opna annað sambærilegt úrræði líkt og Seigluna sem allra fyrst, því ljóst er að þörfin er aðkallandi og biðin, hún veikir og tekur. Ég vil nota tækifærið og minna á ráðstefnu Alzheimersamtakanna á alþjóðlegum degi Alzheimer þann 21. september á Hótel Reykjavík Grand kl. 12.30 -15.30. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar