Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. september 2024 12:29 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Vísir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira