Magnaður Messi mætti aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 09:31 Lionel Messi fagnar öðru marka sinni í endurkomunni í lið Inter Miami í nótt. Getty/Megan Briggs Lionel Messi lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði í nótt þegar hann leiddi Inter Miami til sigurs í MLS deildinni í fótbolta. Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira