Innlent

Kostnaður við vaxta­hækkanir og um­deild stytta

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán.

Tvö hundruð og sex voru látnir lausir þegar Rússar og Úkraínumenn skiptust á stríðsföngum í dag. Einn þeirra segist finna fyrir miklum létti en nokkrir þeirra hafa verið í haldi síðan Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022.

Ný bronsstytta af Elísabetu II Bretadrottningu hefur vakið mikil viðbrögð meðal íbúa á Norður Írlandi. Sumir segja styttuna móðgandi þar sem hún líkist grínkarakter frekar en drottningunni.

Þá sjáum við frá svokallaðri sniðgöngu sem gengin var á tveimur stöðum á landinu, sjáum frá Alþingi sem var opið almenningi í dag og verðum í beinni útsendingu frá tónleikum hljómsveitarinnar Á móti sól í Bæjarbíói.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×