Hélt upp á afmæli eiginkonunnar með markinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 14:33 Matthijs de Ligt fagnar markinu sínu fyrir Manchester United á móti Southampton í dag. Getty/Catherine Ivill Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt átti góðan dag með Manchester United í 3-0 sigri á Southampton. Ekki nóg með að halda hreinu í leiknum sem hluti af vörninni þá skoraði De Ligt fyrsta mark leiksins með skalla á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes. Markið breytti leiknum en skömmu áður hafði Southampton, sem var miklu betra liðið fyrsta hálftímann, klikkað á víti. De Ligt leit ekki vel út framan af leik en var eins og kóngur í vörninni eftir þetta mark. „Þessi sigur var augljóslega mjög mikilvægur. Það er ekki nóg að ná í þrjá stig út úr frystu þremur leikjunum og það var því pressa á liðnu. Mér fannst við spila mjög vel í dag og Andre Onana á mikið hrós skilið fyrir að verja vítið,“ sagði De Ligt við TNT Sports eftir leik. Hann skoraði markið sitt eftir að United tók stutta hornspyrnu. „Við höfum verið að vinna með föstu leikatriðin en þetta var þó ekki alveg eftir bókinni,“ sagði De Ligt en hvað með það hvernig hann fagnaði markinu sínu? „Eiginkonan á afmæli í dag þannig að þetta mark var fyrir hana,“ sagði De Ligt. „Ég er ánægður með að hafa spilað einn og hálfan leik í landsleikjaglugganum því ég hafði ekki spilað svo lengi. Þetta er þriðji leikurinn minn á einni viku og það er mikilvægt fyrir mig að ná upp takti svo ég geti sýnt aðeins meira hvað býr í mér,“ sagði De Ligt. „Ég nýt þess að vera í United. Við erum með flottan hóp og mikið af ungum strákum sem vilja bæta sig. Vonandi getum við náð í betri úrslit og vaxið sem lið,“ sagði De Ligt. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Ekki nóg með að halda hreinu í leiknum sem hluti af vörninni þá skoraði De Ligt fyrsta mark leiksins með skalla á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Bruno Fernandes. Markið breytti leiknum en skömmu áður hafði Southampton, sem var miklu betra liðið fyrsta hálftímann, klikkað á víti. De Ligt leit ekki vel út framan af leik en var eins og kóngur í vörninni eftir þetta mark. „Þessi sigur var augljóslega mjög mikilvægur. Það er ekki nóg að ná í þrjá stig út úr frystu þremur leikjunum og það var því pressa á liðnu. Mér fannst við spila mjög vel í dag og Andre Onana á mikið hrós skilið fyrir að verja vítið,“ sagði De Ligt við TNT Sports eftir leik. Hann skoraði markið sitt eftir að United tók stutta hornspyrnu. „Við höfum verið að vinna með föstu leikatriðin en þetta var þó ekki alveg eftir bókinni,“ sagði De Ligt en hvað með það hvernig hann fagnaði markinu sínu? „Eiginkonan á afmæli í dag þannig að þetta mark var fyrir hana,“ sagði De Ligt. „Ég er ánægður með að hafa spilað einn og hálfan leik í landsleikjaglugganum því ég hafði ekki spilað svo lengi. Þetta er þriðji leikurinn minn á einni viku og það er mikilvægt fyrir mig að ná upp takti svo ég geti sýnt aðeins meira hvað býr í mér,“ sagði De Ligt. „Ég nýt þess að vera í United. Við erum með flottan hóp og mikið af ungum strákum sem vilja bæta sig. Vonandi getum við náð í betri úrslit og vaxið sem lið,“ sagði De Ligt.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira