Segir það alrangt að Elvar skuldi ekki nema tvær milljónir í laun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 08:52 Stéttarfélagið Efling stóð á fimmtudag fyrir mótmælum við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars Ingimarssonar, eiganda og rekstraraðila Ítalíu, gegn starfsfólki staðarins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það ekki rétt að Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, skuldi um tvær milljónir í laun. Á þessari stundu séu 3,8 milljónir hjá lögmanni í innheimtu fyrir hönd fólks sem hafi leitað til Eflingar vegna launaþjófnaðar. „Það er leitt að Elvar skuli kjósa að senda fjölmiðlum rekstrar-áfallasögu sína, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að grafa undan trúverðugleika þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá ömurlegri framkomu hans, frekar en að sjá sóma sinn í að greiða fólki launin sem hann hefur haft af þeim,“ segir Sólveig Anna í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Efling efndi til mótmæla á fimmtudag við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Elvar sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði félag sitt hafa átt í erfiðleikum með að greiða út laun og að samanlagt standi skuldir félagsins vegna þess í tveimur milljónum. Það samsvari um tveimur prósentum af öllum launagreiðslum á þessu ári. Sjá einnig: Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Í færslu Sólveigar Önnu kemur fram að auk þessara innheimtumála séu önnur mál í vinnslu á skrifstofu Eflingar er varða Elvar. Þá er bent á að vegna þess að hann hafi ekki skráð niður vinnutíma, gert ráðningarsamninga eða afhent fólki launaseðla sé afar erfitt fyrir fólk að afla gagna til að gera kröfu eða senda mál sitt til lögmanns. „En ljóst er að þær upphæðir sem að Elvar hefur svikið starfsfólk um eru háar, og að svikin hafa haft mikil og þungbær áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim hafa orðið,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni. Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
„Það er leitt að Elvar skuli kjósa að senda fjölmiðlum rekstrar-áfallasögu sína, en tilgangurinn virðist fyrst og fremst vera að grafa undan trúverðugleika þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá ömurlegri framkomu hans, frekar en að sjá sóma sinn í að greiða fólki launin sem hann hefur haft af þeim,“ segir Sólveig Anna í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær. Efling efndi til mótmæla á fimmtudag við veitingastaðinn Ítalíu vegna meintra brota Elvars gegn starfsfólki staðarins. Elvar sendi svo í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði félag sitt hafa átt í erfiðleikum með að greiða út laun og að samanlagt standi skuldir félagsins vegna þess í tveimur milljónum. Það samsvari um tveimur prósentum af öllum launagreiðslum á þessu ári. Sjá einnig: Mótmæla við veitingastaðinn Ítalíu vegna meints launaþjófnaðar Í færslu Sólveigar Önnu kemur fram að auk þessara innheimtumála séu önnur mál í vinnslu á skrifstofu Eflingar er varða Elvar. Þá er bent á að vegna þess að hann hafi ekki skráð niður vinnutíma, gert ráðningarsamninga eða afhent fólki launaseðla sé afar erfitt fyrir fólk að afla gagna til að gera kröfu eða senda mál sitt til lögmanns. „En ljóst er að þær upphæðir sem að Elvar hefur svikið starfsfólk um eru háar, og að svikin hafa haft mikil og þungbær áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim hafa orðið,“ segir Sólveig Anna í færslu sinni.
Kjaramál Stéttarfélög Veitingastaðir Reykjavík Deilur Eflingar og Ítalíu Tengdar fréttir Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11 „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Sjá meira
Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Elvar Ingimarsson, eigandi veitingastaðarins Ítalíu, viðurkennir að félagið hafi átt í erfiðleikum með að greiða út laun. Hann segir að sem stendur skuldi veitingastaðurinn tvær milljónir króna í ógreidd laun, sem samsvari um tveimur prósentum af launum sem hafa verið til greiðslu á þessu ári. 13. september 2024 14:11
„Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Formaður Eflingar segir mótmæli fyrir utan Ítalíu tilkomin vegna stórfellds launaþjófnaðar eigandans. Vandinn sé að á Íslandi er ekkert mál að stela launum. Menn komi sér því upp viðskiptamódeli sem gangi út að ráða erlent verkafólk og greiða þeim ekki laun. 12. september 2024 21:44