Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 17:46 Ekki er gert ráð fyrir að almenn heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til þess að greiða niður húsnæðislán verði framlengd í fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi lagði fram í vikunni. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir að sterkefnað stóreignafólk hafi fengið mestan stuðning frá ríkinu með almennri heimild til þess að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Ekki sé gáfulegt af ríkinu að halda áfram að styðja þann hóp. Gagnrýnisraddir heyrast nú víða um að heimildin sé ekki endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í vikunni. Áfram verður hægt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð. Umboðsmaður skuldara er á meðal þeirra sem hafa hvatt ríkisstjórnina til þess að endurnýja heimildina þar sem enn sé þörf fyrir það. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði misskilnings gæta um heimildina í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Heimildin hefði verið framlengd tvisvar og síðast þegar það var gert hafi verið sólarlagsákvæði í henni. Því hefði engin ný ákvörðun verið tekin um heimildina nú. Heimildin fyrir fyrstu fasteignakaup nýttist vel til þess að hjálpa kaupendum úr öllum tekjutíundum. Almenna heimildin hefði aftur á móti þróast þannig að mestur stuðningur rynni til þeirra sem hefðu langhæstu launin og ættu stærstu eignirna. Nefndi Sigurður Ingi dæmi um fólk sem hefði notað úrræðið til þess að lækka skuldabyrði sína niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða meira. „Þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði fjármálaráðherra. Spurður sérstaklega að því hvort hægt yrði að endurskoða heimildina þannig að hún nýttist frekar tekjulægri hópum sagði Sigurður Ingi að ýmislegt yrði án efa skoðað. Stuðningur ríkisins við kaup á fyrstu fasteign nýttist mun betur en almenna heimildin. „Þar nýtist hann miklu betur öllum tekjutíundum,“ sagði Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Gagnrýnisraddir heyrast nú víða um að heimildin sé ekki endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var lagt fram í vikunni. Áfram verður hægt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð. Umboðsmaður skuldara er á meðal þeirra sem hafa hvatt ríkisstjórnina til þess að endurnýja heimildina þar sem enn sé þörf fyrir það. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði misskilnings gæta um heimildina í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Heimildin hefði verið framlengd tvisvar og síðast þegar það var gert hafi verið sólarlagsákvæði í henni. Því hefði engin ný ákvörðun verið tekin um heimildina nú. Heimildin fyrir fyrstu fasteignakaup nýttist vel til þess að hjálpa kaupendum úr öllum tekjutíundum. Almenna heimildin hefði aftur á móti þróast þannig að mestur stuðningur rynni til þeirra sem hefðu langhæstu launin og ættu stærstu eignirna. Nefndi Sigurður Ingi dæmi um fólk sem hefði notað úrræðið til þess að lækka skuldabyrði sína niður í fjörutíu prósent veðsetningu eða meira. „Þá er kannski ekki gáfulegast af ríkinu að halda áfram að styðja við þann hóp,“ sagði fjármálaráðherra. Spurður sérstaklega að því hvort hægt yrði að endurskoða heimildina þannig að hún nýttist frekar tekjulægri hópum sagði Sigurður Ingi að ýmislegt yrði án efa skoðað. Stuðningur ríkisins við kaup á fyrstu fasteign nýttist mun betur en almenna heimildin. „Þar nýtist hann miklu betur öllum tekjutíundum,“ sagði Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun