Enga verkfræðinga á Vopnafjörð, takk Gunnar Ásgrímsson skrifar 13. september 2024 11:01 Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Aðgengi að háskólamenntun tökum við flest á Íslandi sem sjálfsögðum hlut, hér höfum við ríkisrekna háskóla án skólagjalda (þó með skrásetningargjöldum) sem eiga að tryggja aðgengi óháð efnahag, við bjóðum upp á námslán í von um að gefa háskólanemum tækifæri á að einbeita sér að námi en ekki vinnu, og við bjóðum upp á fjarnám svo að fólk geti aflað sér æðri menntunar óháð því hvar það býr. Eða bíddu aðeins við, hvaða námsleiðir eru í boði í fjarnámi við Háskóla Íslands? Setjum okkur í spor 19 ára Siglfirðings sem var að útskrifast úr Menntaskólanum á Tröllaskaga og hefur áhuga á að skrá sig í grunnám í fjarnámi við Háskóla Íslands, hvaða valkostir eru í boði fyrir þennan tilvonandi háskólanema? Af Menntavísindasviði getur hann lært leikskólakennarann, hinar ýmsu útfærslur af grunnskólakennaranámi, uppeldis- og menntunarfræði, eða þroskaþjálfarafræði. Af Félagsvísindasviði er í boði þjóð-, kynja-, mann-, eða safnafræði. Eina mögulega grunnnám Hugvísindasviðs er svo íslenska sem annað tungumál. Já þetta ER tæmandi listi. Óhætt að segja þá er þessi nýstúdent ekki í öfundsverðri stöðu. Vissulega eru fleiri Háskólar á Íslandi en HÍ, og bjóða margir þeirra upp á flotta fjarnámsmöguleika. En er það ekki skrítið að það sé ekki meira úrval af námi við Háskóla Íslands fyrir þau sem að velja að búa lengra frá Höfuðborgarsvæðinu? Fólk sem að jafnvel á sína eigin fjölskyldu, með börn í grunnskólum og djúpar rætur í samfélagi sem það vill ekki yfirgefa. Hverjar eru hindranirnar? Þær geta verið ýmsar, óviðunandi tækjabúnaður svo að ekki sé hægt að taka upp fyrirlestra, vöntun á tækniaðstoð til kennara frá Háskólanum, skortur á hvötum (fjárhagslegum eða öðrum) fyrir aðjúnkta og prófessora til að snúa kennsluefninu sínu á fjarnámsform. En það sem ég er hræddur um að útskýri of stóran hluta af þessu fjarnámsleysi, viðhorf háskólakennara og stjórnenda. Vissulega er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og eru góðar menntafræðilegar ástæður fyrir því að hafa nemendur í sömu stofu og kennari en ekki í fjarfundarbúnaði. En það er enginn að fara að segja mér að það sé ekki hægt að taka upp fleiri fyrirlestra en gert er nú. Að það sé algjör ómöguleiki að hafa Zoom eða Teams tíma fyrir fjarnemendur (eins og við þurftum öll að gera í Covid). Að ómögulegt sé að bjóða upp á fjarnám í fleiri af þessum 100+ grunnámsleiðum HÍ. Er það stefna Háskóla Íslands að það eigi ekki að vera hagfræðingar á Hólmavík? Engir stærðfræðingar á Seyðisfirði? Og engir heimspekingar á Húsavík? Fallegum orðum í átt að landsbyggðinni er alltaf tekið vel, en þeim verður að fylgja einhver úrræði. Ég kalla eftir stór bættri áherslu á fjarnám innan Háskóla Íslands. Ætlar HÍ að vera Háskóli Íslands eða Háskóli Höfuðborgarsvæðisins? Höfundur er stúdentaráðsliði Vöku og sviðsráðsforseti Menntavísindasviðs.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun