Þegar spegillinn lýgur: Líkamsskynjunarröskun Ásmundur Gunnarsson skrifar 13. september 2024 07:46 Áherslur á útlit í nútímasamfélagi eru gríðarlegar. Alls staðar sjáum við fólk sem lítur „fullkomlega“ út. Í þáttum, bíómyndum, tímaritum og - kannski hvað mest - á samfélagsmiðlum. Skilaboðin um mikilvægi útlits og að fegurð (sem er auðvitað staðlað og einsleitt fyrirbæri!) muni færa okkur hamingju, velgengni og aðdáun eru stanslaus og alltumlykjandi - og alltaf með sama undirtóninn; að í fegurð felist virði, sátt og samþykki. Ef þú uppfyllir ekki ekki þessa skemmtilega einsleitu og stöðluðu samfélagslegu kröfur um útlit, skaltu sko hunskast til að gera eitthvað í þínum málum. Allar hrukkur, fellingar, bólur og önnur ummerki þess að þú sé í eðli þínu ófullkomin manneskja skulu víkja - þá fyrst geturu orðið hamingjusamur. Það er því kannski ekki skrítið að fólk sé í hinni endalausu leit að flekklausu útliti og ennfremur að fólk hafi áhyggjur ef sú leit gengur ekki eftir. Ég er samt alls ekki að segja að útlit eigi ekki að skipta máli. Það er mjög eðlilegt og heilbrigt að huga að útlitinu í einhverjum mæli. Til að mynda benti ein rannsókn vestanhafs til þess að 82% karla og 92% kvenna segi að eigið útlit skipti sig máli og þau vilji stuðla að því að bæta það. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Það hefur nefnilega alltaf skipt okkur máli og stuðlað að okkar afkomu að tilheyra hóp og vera samþykkt af öðrum. Þá hjálpar að koma vel fyrir - og hvernig við lítum út er hluti af því. En hvenær verða áhyggjur af útliti að vandamáli? Stundum gerist það - og líklega í meiri mæli nú en áður - að neikvæðar hugsanir tengdar útliti verða það miklar og ákafar að þær byrja að trufla fólk í daglegu lífi. Nýleg rannsókn í Bretlandi benti til að mynda til þess að einn af hverjum þremur unglingum og fimm fullorðnum skammast sín fyrir útlit sitt. Í sumum tilvikum byrja áhyggjur að herja á fólk í marga klukkutíma á dag og geta þær orðið eins konar þráhyggja sem leyfir fáu öðru að komast að. Þessi þráhyggja getur snúið að öllu mögulegu -- líkamslögun, húð, nefi, hári og svo mætti endalaust telja -- og reynir alltaf að sannfæra fólk um það sama: að það líti hræðilega út og því verði hafnað, ekki samþykkt eða útskúfað vegna þess. Þessu ástandi fylgir eðlilega mikill og hamlandi kvíði en ekki síður skömm. Þegar áhyggjur verða svona miklar og sannfærandi er skiljanlegt að fólk byrji að verja miklum tíma (oft mörgum klukkustundum daglega) í að reyna að laga það sem það er ósátt með (kroppa bólur, klippa hár, verja miklum tíma í ræktinni), fela það (með klæðaburði, snyrtivörum o.fl.) eða forðast aðstæður sem myndu bera á því (augnsamband, björt ljós, sundlaugar, samskipti, myndatökur o.fl.). Spegillinn verður versti óvinur fólks og festist það tímunum saman í að einblína og grandskoða með ofuráherslu á það sem það er óánægt með - eða byrjar að forðast spegla alfarið. Margir reyna að lifa eðlilegu lífi, mæta til vinnu og sinna samskiptum, en ná aldrei almennilega að gleyma sér í því sem skiptir þau máli. Fólk verður gríðarlega meðvitað um sig, hvernig það lítur út og hvort aðrir séu að horfa á sig og dæma. Ljóskastarinn beinist sífellt meira inn á við. Á endanum byrja sumir að forðast að mæta til vinnu, sinna samskiptum og daglegu lífi, sannfært um að vandinn snúist um útlitið þeirra og þau geti ekki látið sjá sig. Það er því kannski ekki skrítið að þessu hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt. Líkamsskynjunarröskun (body dysmorphic disorder) En kannski snýst vandinn ekki um útlitið. Kannski snérist hann aldrei um það. Þó fólki líði þannig. Þó fólk upplifi það og sjái það jafnvel með eigin augum! Því til stuðnings getur einstaklingur sem er heltekinn af áhyggjum af útliti átt eineggja tvíburabróður - sem lítur nákvæmlega eins út - sem er sáttur með útlitið sitt og lifir lífi sem stýrist ekki af áhyggjum af því. Þetta snýst nefnilega um upplifun og þá sérstaklega þá líkamsímynd sem við höfum af okkur og rannsóknir sýna að á meðal okkar allra er ákveðið ósammræmi á milli líkamsímyndar okkar og þess hvernig við lítum í raun út. Stundum verður þetta misræmi mjög mikið - og fólk upplifir að það líti hræðilega út á meðan allir í kringum það sjá (og jafnvel segja) hið gagnstæða. Það sem er öllu mikilvægara er að þegar fólk upplifir útlit sitt á þennan hátt byrjar það að einblína meira á það, verja meiri tíma í að laga það, fela það eða forðast aðstæður. En sú hegðun virðist bara gera hlutina verri. Oft líða árin og og markvissar tilraunir til þess að draga úr útlitstengdum áhyggjum með því að forðast, fela okkur og laga útlitið, virðast hafa gagnstæð áhrif. Áhyggjur aukast, líðan versnar og líkamsímynd brenglast enn meira. Lausnin er orðin að vandanum og fólk festist í vítahring sem það veit ekki hvernig á að komast út úr. Þessi vítahringur ber hið virðulega og skemmtilega nafn líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphic disorder). Þessi röskun hrjáir 1-2% fólks á hverjum tímapunkti - jafnt konur sem karla - og getur verið mjög hamlandi eins og að ofan er lýst. Hún er því miður falin í samfélaginu, sökum þess að fólk skammast sín gríðarlega fyrir að vera svona upptekið af útliti sínu og upplifir sig hégómafullt. Þessi hópur er líka ólíklegri til að leita sér aðstoðar því það trúir því að vandinn snúist um útlitið en ekki kvíða. Ef þú tengir við þennan vítahring eða finnst eins og áhyggjur af útliti séu að valda þér mikilli vanlíðan og jafnvel farnar að stýra lífi þínu á einhvern hátt, hvet ég þig til opna á þá kenningu að kannski eigi þjáningar þínar sér sálfræðilegar en ekki útlitslegar skýringar og í framhaldinu leita þér viðeigandi aðstoðar hjá fagaðila. Rannsóknir sýna að með hugrænni atferlismeðferð sem er sérstaklega sniðin að líkamskynjunarröskun má ná sérlega góðum árangri. Ef þú vilt kynna þér líkamsskynjunarröskun nánar, mæli ég með eftirfarandi lesefni: https://bdd.iocdf.org/ https://bddfoundation.org Overcoming Body Image Problems including BDD (Veale, Wilson & Clarke, 2009) Höfundur er sálfræðingur við Kvíðaklíníkina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Áherslur á útlit í nútímasamfélagi eru gríðarlegar. Alls staðar sjáum við fólk sem lítur „fullkomlega“ út. Í þáttum, bíómyndum, tímaritum og - kannski hvað mest - á samfélagsmiðlum. Skilaboðin um mikilvægi útlits og að fegurð (sem er auðvitað staðlað og einsleitt fyrirbæri!) muni færa okkur hamingju, velgengni og aðdáun eru stanslaus og alltumlykjandi - og alltaf með sama undirtóninn; að í fegurð felist virði, sátt og samþykki. Ef þú uppfyllir ekki ekki þessa skemmtilega einsleitu og stöðluðu samfélagslegu kröfur um útlit, skaltu sko hunskast til að gera eitthvað í þínum málum. Allar hrukkur, fellingar, bólur og önnur ummerki þess að þú sé í eðli þínu ófullkomin manneskja skulu víkja - þá fyrst geturu orðið hamingjusamur. Það er því kannski ekki skrítið að fólk sé í hinni endalausu leit að flekklausu útliti og ennfremur að fólk hafi áhyggjur ef sú leit gengur ekki eftir. Ég er samt alls ekki að segja að útlit eigi ekki að skipta máli. Það er mjög eðlilegt og heilbrigt að huga að útlitinu í einhverjum mæli. Til að mynda benti ein rannsókn vestanhafs til þess að 82% karla og 92% kvenna segi að eigið útlit skipti sig máli og þau vilji stuðla að því að bæta það. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Það hefur nefnilega alltaf skipt okkur máli og stuðlað að okkar afkomu að tilheyra hóp og vera samþykkt af öðrum. Þá hjálpar að koma vel fyrir - og hvernig við lítum út er hluti af því. En hvenær verða áhyggjur af útliti að vandamáli? Stundum gerist það - og líklega í meiri mæli nú en áður - að neikvæðar hugsanir tengdar útliti verða það miklar og ákafar að þær byrja að trufla fólk í daglegu lífi. Nýleg rannsókn í Bretlandi benti til að mynda til þess að einn af hverjum þremur unglingum og fimm fullorðnum skammast sín fyrir útlit sitt. Í sumum tilvikum byrja áhyggjur að herja á fólk í marga klukkutíma á dag og geta þær orðið eins konar þráhyggja sem leyfir fáu öðru að komast að. Þessi þráhyggja getur snúið að öllu mögulegu -- líkamslögun, húð, nefi, hári og svo mætti endalaust telja -- og reynir alltaf að sannfæra fólk um það sama: að það líti hræðilega út og því verði hafnað, ekki samþykkt eða útskúfað vegna þess. Þessu ástandi fylgir eðlilega mikill og hamlandi kvíði en ekki síður skömm. Þegar áhyggjur verða svona miklar og sannfærandi er skiljanlegt að fólk byrji að verja miklum tíma (oft mörgum klukkustundum daglega) í að reyna að laga það sem það er ósátt með (kroppa bólur, klippa hár, verja miklum tíma í ræktinni), fela það (með klæðaburði, snyrtivörum o.fl.) eða forðast aðstæður sem myndu bera á því (augnsamband, björt ljós, sundlaugar, samskipti, myndatökur o.fl.). Spegillinn verður versti óvinur fólks og festist það tímunum saman í að einblína og grandskoða með ofuráherslu á það sem það er óánægt með - eða byrjar að forðast spegla alfarið. Margir reyna að lifa eðlilegu lífi, mæta til vinnu og sinna samskiptum, en ná aldrei almennilega að gleyma sér í því sem skiptir þau máli. Fólk verður gríðarlega meðvitað um sig, hvernig það lítur út og hvort aðrir séu að horfa á sig og dæma. Ljóskastarinn beinist sífellt meira inn á við. Á endanum byrja sumir að forðast að mæta til vinnu, sinna samskiptum og daglegu lífi, sannfært um að vandinn snúist um útlitið þeirra og þau geti ekki látið sjá sig. Það er því kannski ekki skrítið að þessu hópur leitar sér oft aðstoðar lýtalækna til að „laga” útlit sitt. Líkamsskynjunarröskun (body dysmorphic disorder) En kannski snýst vandinn ekki um útlitið. Kannski snérist hann aldrei um það. Þó fólki líði þannig. Þó fólk upplifi það og sjái það jafnvel með eigin augum! Því til stuðnings getur einstaklingur sem er heltekinn af áhyggjum af útliti átt eineggja tvíburabróður - sem lítur nákvæmlega eins út - sem er sáttur með útlitið sitt og lifir lífi sem stýrist ekki af áhyggjum af því. Þetta snýst nefnilega um upplifun og þá sérstaklega þá líkamsímynd sem við höfum af okkur og rannsóknir sýna að á meðal okkar allra er ákveðið ósammræmi á milli líkamsímyndar okkar og þess hvernig við lítum í raun út. Stundum verður þetta misræmi mjög mikið - og fólk upplifir að það líti hræðilega út á meðan allir í kringum það sjá (og jafnvel segja) hið gagnstæða. Það sem er öllu mikilvægara er að þegar fólk upplifir útlit sitt á þennan hátt byrjar það að einblína meira á það, verja meiri tíma í að laga það, fela það eða forðast aðstæður. En sú hegðun virðist bara gera hlutina verri. Oft líða árin og og markvissar tilraunir til þess að draga úr útlitstengdum áhyggjum með því að forðast, fela okkur og laga útlitið, virðast hafa gagnstæð áhrif. Áhyggjur aukast, líðan versnar og líkamsímynd brenglast enn meira. Lausnin er orðin að vandanum og fólk festist í vítahring sem það veit ekki hvernig á að komast út úr. Þessi vítahringur ber hið virðulega og skemmtilega nafn líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphic disorder). Þessi röskun hrjáir 1-2% fólks á hverjum tímapunkti - jafnt konur sem karla - og getur verið mjög hamlandi eins og að ofan er lýst. Hún er því miður falin í samfélaginu, sökum þess að fólk skammast sín gríðarlega fyrir að vera svona upptekið af útliti sínu og upplifir sig hégómafullt. Þessi hópur er líka ólíklegri til að leita sér aðstoðar því það trúir því að vandinn snúist um útlitið en ekki kvíða. Ef þú tengir við þennan vítahring eða finnst eins og áhyggjur af útliti séu að valda þér mikilli vanlíðan og jafnvel farnar að stýra lífi þínu á einhvern hátt, hvet ég þig til opna á þá kenningu að kannski eigi þjáningar þínar sér sálfræðilegar en ekki útlitslegar skýringar og í framhaldinu leita þér viðeigandi aðstoðar hjá fagaðila. Rannsóknir sýna að með hugrænni atferlismeðferð sem er sérstaklega sniðin að líkamskynjunarröskun má ná sérlega góðum árangri. Ef þú vilt kynna þér líkamsskynjunarröskun nánar, mæli ég með eftirfarandi lesefni: https://bdd.iocdf.org/ https://bddfoundation.org Overcoming Body Image Problems including BDD (Veale, Wilson & Clarke, 2009) Höfundur er sálfræðingur við Kvíðaklíníkina
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun