„Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. september 2024 21:30 Skarphéðinn Ívar lék uppeldisfélagið grátt. Haukar Haukar unnu öruggan átta marka sigur á KA á Akureyri nú í kvöld í annarri umferð Olís deildar karla í handbolta, lokatölur 26-34. Skarphéðinn Ívar Einarsson skipti yfir til Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA í sumar og átti frábæran leik í kvöld og skoraði 8 mörk úr 12 skotum. Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út. Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Það var því gráupplagt að fá Skarphéðinn í stutt viðtal eftir að hafa leikið sína gömlu félaga grátt. „Það er alltaf gaman að spila í KA heimilinu, þótt að ég sé vanari að vera í gula búningum þá en alltaf góð tilfinning, alltaf jafn geggjuð stemming hérna.” Haukar spila í rauðu og því tilfinningin eflaust skrítin fyrir uppalinn KA mann að ganga inn á völlinn í litum sem Þór, erkifjendur KA, kenna sig við. „Það er smá öðruvísi sko, þetta eru smá blendnar tilfinningar, en ég veit ekki maður verður bara að halda áfram að spila”. Eins og fyrr segir skoraði Skarphéðinn átta mörk í dag og má vel við una. „Já bara mjög solid leikur hjá mér, mér fannst þetta ganga mjög fínt hjá okkur. Við dettum þarna niður aðeins í endann á fyrri hálfleik en annars bara góður heilsteyptur leikur.” „Við fáum einhverjar tvisvar tvær mínútur dæmdar á okkur og svo einhvernveginn hrynur bara allt á okkur í einhverjar sjö mínútur, ég man ekki hvað þetta var langur tími, en ég veit ekki, þetta bara allt á þessum tveimur mínútum og svo einhver keðja að mistökum eftir það”, sagði Skarphéðinn þegar hann var spurður út í kaflann í loks fyrri hálfleiks þegar KA skorar fimm mörk í röð og minnkar muninn í tvö mörk fyrir hálfleik. Skarphéðinn ber söguna vel af Haukum eftir vistaskiptin. „Eins og er líður mér bara mjög vel. Æfingarnar búnar að ganga vel bara og lífið fyrir sunnan bara fínt sko.” „Þetta er náttúrulega aðeins öðruvísi handbolti, meiri svona handbolti 101 og svona stórir og þéttir gaurar þarna og bara fín breyting, bara fínt að spila með þessum gaurum sko.” „Nú er það bara ÍR í næsta leik og svo einhvernveginn er ég ekki búinn að skoða mikið meira sko, ég reyni bara að taka einn leik í einu, bara gamla klisjan, ég er ekki með neitt annað sko” sagði Skarphéðinn kíminn að lokum aðspurður hvernig framhaldið liti út.
Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira