Dragi úr virðingu fyrir lögunum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 12:13 Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslendingar veðja næstmest allra Evrópuþjóða miðað við höfðatölu og verður ríkið af tæpum fimm milljörðum króna á ári í skatttekjur með núverandi löggjöf samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir það draga úr virðingu fyrir lögunum að hafa lagaumhverfi sem virkar ekki. Á Íslandi eru veðmál ólögleg nema með sérstöku sérleyfi. Einungis má reka happdrætti með þann tilgang að afla fjár til almannaheilla en lögin hafa ekki verið uppfærð síðan árið 2011. Síðan árið 2003 hefur orðið gífurleg breyting á veðmálabransanum hér á landi. Þá fóru 91 prósent veðmála fram hjá innlendum aðilum og veðjað var fyrir fjóra milljarða króna. Í fyrra eyddum við hins vegar tuttugu milljörðum króna og 55 prósent veðmála fóru fram hjá innlendum aðilum. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að á þessum tíma hafi Ísland eftir á meðan öll önnur ríki Evrópu, nema Noregur, brugðust við þessari miklu breytingu á markaði. „Við ættum að taka starfsleyfi upp til að hætta að stinga höfðinu í sandinn. Bannstefna stjórnvalda gagnvart veðmálum hefur ekki skilað árangri. Íslendingar eru ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Við veðjum fyrir áttatíu þúsund krónur á mann á ári. það eina sem stefnan hefur skilað er að færa starfsemina út fyrir landsteinana þar sem hún skilar hvorki skatttekjum né er hægt að setja reglur um hvernig hún fer fram,“ segir Björn. Viðskiptaráð áætlar að afnám sérleyfakerfisins skili ríkissjóði 4,8 milljörðum króna á ári. Ráðið vill að samhliða niðurfellingu sérleyfa verði opinber framlög til almannaheillafélaganna sem hafa leyfin aukin sem nemur fjárhagslegum skakkaföllum þeirra af breytingunum. „Að okkar mati er ekki gott að vera með lagaumgjörð sem virkar ekki. Það dregur úr virðingu fyrir lögunum og það er verið að banna hluti sem eiga sér stað engu að síður. Þannig að okkar mati er þetta aðkallandi og það er ein af ástæðunum fyrir því að við gefum út þessar tillögur núna. Við vonum að dómsmálaráðherra bregðist við þessu og erum reiðubúin í samtal við ráðuneytið um það,“ segir Björn. Fjárhættuspil Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Á Íslandi eru veðmál ólögleg nema með sérstöku sérleyfi. Einungis má reka happdrætti með þann tilgang að afla fjár til almannaheilla en lögin hafa ekki verið uppfærð síðan árið 2011. Síðan árið 2003 hefur orðið gífurleg breyting á veðmálabransanum hér á landi. Þá fóru 91 prósent veðmála fram hjá innlendum aðilum og veðjað var fyrir fjóra milljarða króna. Í fyrra eyddum við hins vegar tuttugu milljörðum króna og 55 prósent veðmála fóru fram hjá innlendum aðilum. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að á þessum tíma hafi Ísland eftir á meðan öll önnur ríki Evrópu, nema Noregur, brugðust við þessari miklu breytingu á markaði. „Við ættum að taka starfsleyfi upp til að hætta að stinga höfðinu í sandinn. Bannstefna stjórnvalda gagnvart veðmálum hefur ekki skilað árangri. Íslendingar eru ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Við veðjum fyrir áttatíu þúsund krónur á mann á ári. það eina sem stefnan hefur skilað er að færa starfsemina út fyrir landsteinana þar sem hún skilar hvorki skatttekjum né er hægt að setja reglur um hvernig hún fer fram,“ segir Björn. Viðskiptaráð áætlar að afnám sérleyfakerfisins skili ríkissjóði 4,8 milljörðum króna á ári. Ráðið vill að samhliða niðurfellingu sérleyfa verði opinber framlög til almannaheillafélaganna sem hafa leyfin aukin sem nemur fjárhagslegum skakkaföllum þeirra af breytingunum. „Að okkar mati er ekki gott að vera með lagaumgjörð sem virkar ekki. Það dregur úr virðingu fyrir lögunum og það er verið að banna hluti sem eiga sér stað engu að síður. Þannig að okkar mati er þetta aðkallandi og það er ein af ástæðunum fyrir því að við gefum út þessar tillögur núna. Við vonum að dómsmálaráðherra bregðist við þessu og erum reiðubúin í samtal við ráðuneytið um það,“ segir Björn.
Fjárhættuspil Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30
Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40
Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51