Eftirfylgni og hagrænir hvatar í loftslagsmálum Sigurpáll Ingibergsson skrifar 12. september 2024 08:32 Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar