Eftirfylgni og hagrænir hvatar í loftslagsmálum Sigurpáll Ingibergsson skrifar 12. september 2024 08:32 Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Sjá meira
Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun