„Góði líttu þér nær!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 22:08 Andrés Ingi Jónsson (t.h.) baunaði allhressilega á formann síns gamla flokks, Guðmund Inga Guðbrandsson (t.v.). Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða. Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum. Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum.
Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira