„Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2024 19:26 Hulda Brá Magnadóttir starfar sem heila- og taugaskurðlæknir í New Hampshire í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið. Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira