Forvarnir í 20 ár fyrir unga ökumenn í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 20:05 Kolbrún og Kristján Geir voru mjög ánægð með hvað forvarnardagurinn heppnaðist vel en fjölmargir samstarfsaðilar Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku þátt í deginum með skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gekk mikið á hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbær þegar þeir fengu að verða vitni að sviðsettu bílslysi. Einn lést í slysinu og nokkrir slösuðust. Um var að ræða forvarnardag, sem var nú haldin í tuttugasta sinn í skólanum. Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira