Forvarnir í 20 ár fyrir unga ökumenn í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 20:05 Kolbrún og Kristján Geir voru mjög ánægð með hvað forvarnardagurinn heppnaðist vel en fjölmargir samstarfsaðilar Fjölbrautaskóla Suðurnesja tóku þátt í deginum með skólanum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gekk mikið á hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbær þegar þeir fengu að verða vitni að sviðsettu bílslysi. Einn lést í slysinu og nokkrir slösuðust. Um var að ræða forvarnardag, sem var nú haldin í tuttugasta sinn í skólanum. Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Forvarnardagur ungra ökumanna á vegum skólans fór fram í vikunni en um 200 nemendur tóku þátt í deginum, langflestir nýnemar fæddir 2008, sem er í lýðheilsuáfanga í skólanum en alls eru um þrettán hundruð nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Umferðarslys var sviðsett fyrir nemendur. „Það eru þrír nemendur, sem leika og taka þátt í því. Það er sem sagt ölvaður ökumaður og farþegi sem deyr og svo er náttúrulega bílstjóri í hinum bílnum og þetta er allt sviðsett. Og þegar við byrjuðum þetta verkefni þá var það þannig að þá kom líkbíll og sótti þann sem dó,”segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja sáu um að klippuvinnuna til að ná farþegunum og hinum látna út úr bílnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju á forvarnardagurinn að skila? „Þetta skilar okkur betri ökumönnum út í samfélagið og hefur gert það hingað til. Þetta verkefni okkar er myndi ég segja algjörlega til fyrirmyndar og ég veit að krakkarnir, sem hafa verið að koma af Suðurnesjum hafa verið betur undirbúin heldur en, þegar þau koma í ökuskólann og væntanlega betri ökumenn, ég er eiginlega alveg viss um það,” segir Kolbrún hlæjandi. Og Lögreglan er ánægð með forvarnardaginn og að hann hafi nú verið haldin tuttugasta árið í röð. Við hljótum að vera að gera að gera eitthvað rétt, við erum allavega að reyna að hafa áhrif,” segir Kristján Freyr Geirsson,lögreglumaður á Suðurnesjum. En hvað segja nemendur, voru þeir ánægðir með daginn? „Já ég held að fólk læri alveg eitthvað á þessu”, segir Svandís Huld Bjarnadóttir og Ágúst Dagur Garðarsson bætir við. „Já, þetta hjálpar rosalega mörgum.” Svandís Huld og Ágúst Dagur, nemendur við skólann voru mjög ánægð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Boðið var upp á köku í tilefni af 20 ára afmælisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Framhaldsskólar Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira