Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 09:32 Hugo Larsson fagnar marki með Eintracht Frankfurt. Lars Lagerbäck vinnur fyrir sænska sjónvarpið. Getty/Helge Prang Svíar unnu báða leiki sina í Þjóðadeildinni í fótbolta í þessum landsleikjaglugga en stór hluti fréttanna um liðið í sænskum fjölmiðlum hafa hins vegar snúist um ungan leikmann sem spilaði hvorugan leikinn. Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira