Jafnlaunavottunin: Það er þörf á breytingum Drífa Sigurðardóttir skrifar 11. september 2024 08:31 Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Síðastliðin sjö ár hafa ráðgjafar Attentus aðstoðað á yfir eitt hundrað fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum. Í þeim verkefnum höfum við séð að jafnlaunavottunin hefur breytt miklu þegar kemur að viðhorfi til jafnréttismála og jafnlaunamála og einnig breytingar á verklagi fyrirtækja við ákvörðun launa. Árlega setja fyrirtæki og stofnanirsér metnaðarfull markmið þegar kemur að jafnréttismálum og launamunur minnkar ár frá ári. Jafnlaunavottunin hefur því sannað gildi sitt þegar kemur að því að tryggja að greidd séu sömu launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þrátt fyrir þetta tel að kominn sé tími til að meta árangur jafnlaunavottunarinnar, en í 11. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er gert ráð fyrir slíktu mati. Margt kemur þar til, m.a. að mörg fyrirtæki hafa ár eftir ár sýnt fram á óútskýrðan launamun innan við +/- 2% og því má segja að árlegar úttektir vottunaraðila séu óþarfar. Við endurmat á árangri á jafnlaunavottuninni væri einnig rétt að líta til nýrrar tilskipunar ESB um launagagnsæi (Directive 2023/970). Margt bendir til þess að kröfur tilskipunarinnar geti leyst jafnlaunavottunina af hólmi og að íslensk krafa um staðfestingu frá sérstökum vottunaraðili verði óþörf. Í tilskipuninni er lögð áhersla á launagagnsæi og birtingu upplýsinga um launamun. Kröfur til vinnuveitanda skv. tilskipunin verða m.a.: Vinnuveitendum með fleiri en 100 starfsmenn verður gert skylt að framkvæma launagreiningar árlega og birta mun á launum kynjanna. Sé launamunur kynjanna +/-5% eða meiri þurfa vinnuveitendur að vinna með fulltrúum starfsfólks við að framkvæma ítarlegri greiningu setja fram úrbótaáætlun. Umsækjendur eiga einnig rétt á upplýsingum um byrjunarlaun fyrir auglýst störf og ekki má spyrja umsækjendur um launakröfur í ráðningarviðtölum. Vinnuveitendur skulu einnig birta upplýsingar um hvernig ákvarðanir um launahækkanir eru teknar og hvernig flokkun starfa er byggð um, en flokkunin verður að byggja á hlutlausum þáttum. Kröfurnar í tilskipuninni útiloka samt ekki að vinnuveitendur geti greitt starfsfólki sem sinnir sambærilegum störfum mismunandi laun, en slíkt verður þá alltaf gert á grundvelli hlutlægra, kynhlutlausa og óhlutdrægra viðmiða, svo sem frammistöðu og sértækrar hæfni. Vinnuveitendur geta ekki bannað starfsfólki að segja frá launum sínum, t.d. með þagnarskylduákvæðum í ráðningarsamningum. Greining á launum nær ekki eingöngu til starfsfólks, heldur einnig verktaka. Að miklu leyti er um samskonar skyldur og er að finna í jafnlaunastaðlinum, þó nýjungar séu einnig til staðar, svo sem að tryggja rétt umsækjanda til upplýsinga um laun snemma í ráðningarferlinu. En eins og í jafnlaunavottuninni er gerð krafa um framkvæmd launagreininga og að niðurstöður þeirra séu birtar. Þegar er gerð krafa í jafnlaunavottuninni um samræmda flokkun starfa sem byggir á hlutlausum þáttum og í íslenskum lögum er tekið fram að starfsfólki er ávallt heimilt að skýra frá launum sínum, kjósi það að gera svo. Ef ESB tilskipunin yrði innleidd á Íslandi myndi þörfin fyrir ytri vottunaraðila vera óþörf, kröfur um launagagnsæi kæmi í staðinn fyrir vottun. Vegna jafnlaunavottunarinnar eru íslensk fyrirtæki að mínu mati vel í stakk búin að uppfylla kröfur ESB tilskipunarinnar. Flest fyrirtæki og stofnanir sem ESB tilskipunin mun ná til á Íslandi hafa þegar uppfyllt að stórum hluta þær kröfur sem tilskipunin gerir. Að auki fellur tilskipun vel að öðrum reglum sem íslensk fyrirtæki eru að innleiða þessa dagana, t.d. um sjálfbærniupplýsingar. Því er kominn tími á endurmat á þörfinni fyrir jafnlaunavottun, m.a. vegna tilkomu umræddrar tilskipunar ESB um launagagnsæi. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2017 var fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri gert skylt að öðlast jafnlaunavottun með því að uppfylla kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Markmiðið með jafnlaunavottuninni var að innleiða kerfisbundið verklag sem myndi tryggja að starfsfólk njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Síðastliðin sjö ár hafa ráðgjafar Attentus aðstoðað á yfir eitt hundrað fyrirtæki og stofnanir við innleiðingu á jafnlaunastaðlinum. Í þeim verkefnum höfum við séð að jafnlaunavottunin hefur breytt miklu þegar kemur að viðhorfi til jafnréttismála og jafnlaunamála og einnig breytingar á verklagi fyrirtækja við ákvörðun launa. Árlega setja fyrirtæki og stofnanirsér metnaðarfull markmið þegar kemur að jafnréttismálum og launamunur minnkar ár frá ári. Jafnlaunavottunin hefur því sannað gildi sitt þegar kemur að því að tryggja að greidd séu sömu launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Þrátt fyrir þetta tel að kominn sé tími til að meta árangur jafnlaunavottunarinnar, en í 11. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna er gert ráð fyrir slíktu mati. Margt kemur þar til, m.a. að mörg fyrirtæki hafa ár eftir ár sýnt fram á óútskýrðan launamun innan við +/- 2% og því má segja að árlegar úttektir vottunaraðila séu óþarfar. Við endurmat á árangri á jafnlaunavottuninni væri einnig rétt að líta til nýrrar tilskipunar ESB um launagagnsæi (Directive 2023/970). Margt bendir til þess að kröfur tilskipunarinnar geti leyst jafnlaunavottunina af hólmi og að íslensk krafa um staðfestingu frá sérstökum vottunaraðili verði óþörf. Í tilskipuninni er lögð áhersla á launagagnsæi og birtingu upplýsinga um launamun. Kröfur til vinnuveitanda skv. tilskipunin verða m.a.: Vinnuveitendum með fleiri en 100 starfsmenn verður gert skylt að framkvæma launagreiningar árlega og birta mun á launum kynjanna. Sé launamunur kynjanna +/-5% eða meiri þurfa vinnuveitendur að vinna með fulltrúum starfsfólks við að framkvæma ítarlegri greiningu setja fram úrbótaáætlun. Umsækjendur eiga einnig rétt á upplýsingum um byrjunarlaun fyrir auglýst störf og ekki má spyrja umsækjendur um launakröfur í ráðningarviðtölum. Vinnuveitendur skulu einnig birta upplýsingar um hvernig ákvarðanir um launahækkanir eru teknar og hvernig flokkun starfa er byggð um, en flokkunin verður að byggja á hlutlausum þáttum. Kröfurnar í tilskipuninni útiloka samt ekki að vinnuveitendur geti greitt starfsfólki sem sinnir sambærilegum störfum mismunandi laun, en slíkt verður þá alltaf gert á grundvelli hlutlægra, kynhlutlausa og óhlutdrægra viðmiða, svo sem frammistöðu og sértækrar hæfni. Vinnuveitendur geta ekki bannað starfsfólki að segja frá launum sínum, t.d. með þagnarskylduákvæðum í ráðningarsamningum. Greining á launum nær ekki eingöngu til starfsfólks, heldur einnig verktaka. Að miklu leyti er um samskonar skyldur og er að finna í jafnlaunastaðlinum, þó nýjungar séu einnig til staðar, svo sem að tryggja rétt umsækjanda til upplýsinga um laun snemma í ráðningarferlinu. En eins og í jafnlaunavottuninni er gerð krafa um framkvæmd launagreininga og að niðurstöður þeirra séu birtar. Þegar er gerð krafa í jafnlaunavottuninni um samræmda flokkun starfa sem byggir á hlutlausum þáttum og í íslenskum lögum er tekið fram að starfsfólki er ávallt heimilt að skýra frá launum sínum, kjósi það að gera svo. Ef ESB tilskipunin yrði innleidd á Íslandi myndi þörfin fyrir ytri vottunaraðila vera óþörf, kröfur um launagagnsæi kæmi í staðinn fyrir vottun. Vegna jafnlaunavottunarinnar eru íslensk fyrirtæki að mínu mati vel í stakk búin að uppfylla kröfur ESB tilskipunarinnar. Flest fyrirtæki og stofnanir sem ESB tilskipunin mun ná til á Íslandi hafa þegar uppfyllt að stórum hluta þær kröfur sem tilskipunin gerir. Að auki fellur tilskipun vel að öðrum reglum sem íslensk fyrirtæki eru að innleiða þessa dagana, t.d. um sjálfbærniupplýsingar. Því er kominn tími á endurmat á þörfinni fyrir jafnlaunavottun, m.a. vegna tilkomu umræddrar tilskipunar ESB um launagagnsæi. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar