Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:57 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. Charles McQuillan/Getty Images Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta máttu þola annað tap sitt í röð þegar Írland fékk Grikkland í heimsókn í Þjóðadeild karla. Þá gerðu Holland og Þýskaland 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira