Hvatti þingmenn til málamiðlana og samninga Heimir Már Pétursson skrifar 10. september 2024 19:40 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Guðrún Karls Helgudóttir biskip Íslands ganga fremstar til þings að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Íslands segir skipta miklu að stjórnmálaflokkar geti þrátt fyrir ólík sjónarmið og kapp um hylli kjósenda gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefðist málamiðlana. Við þingsetninguna í dag gerðist það í fyrsta skipti að konur gengdu bæði embætti forseta Íslands og biskups Íslands, en þær Halla Tómasdóttir forseti og Guðrún Karls Helgudóttir biskup, gengu fremstar frá Alþingi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Halla ræddi ýmsar hliðar samfélagsins en málefni barna í víðu samhengi voru henni hugleikin, staða þeirra sem höllum fæti standa og staða Íslands meðal þjóðanna. En hún ræddi einnig ofbeldi sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Halla Tómasdóttir forseti Íslands skoraði á þingheim að fara leið málamiðlana hagsmunum þjóðarinnar til heilla.Vísir/Vilhelm „Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar.," sagði forsetinn. Halla vitnaði síðan til foreldra sem eiga um sárt að binda vegna nýlegra voðaverka. „Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki," sagði Halla. Forsetinn ræddi einnig tug þúsundir útlendinga sem hingað koma til að vinna og samfélagið gæti ekki verið án. Leggja þyrfti rækt við að kenna þessu fólki íslensku og það þyrfti einnig þak yfir höfuðið sem yki eftirspurn á húsnæðismarkaði. Margir glímdu við mikla greiðslubyrði, ekki hvað síst ungt fólk. Þingmenn og aðrir gestir eins og sendiherrar erlendra ríkja með sendiráð í Reykjavík hlýddu á fyrstu setningarræðu forseta Íslands í dag með athygli.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti að huga að íbúum Grindavíkur vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi en allt þetta skapaði álag á innviði landsins. Huga þyrfti að samverustundum barna og fullorðinna. „En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras." Halla sagði landsmenn horfa til þingsins með von um farsæl og árangursrík störf. „Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa. Alþingi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Við þingsetninguna í dag gerðist það í fyrsta skipti að konur gengdu bæði embætti forseta Íslands og biskups Íslands, en þær Halla Tómasdóttir forseti og Guðrún Karls Helgudóttir biskup, gengu fremstar frá Alþingi til guðsþjónustu í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Halla ræddi ýmsar hliðar samfélagsins en málefni barna í víðu samhengi voru henni hugleikin, staða þeirra sem höllum fæti standa og staða Íslands meðal þjóðanna. En hún ræddi einnig ofbeldi sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu að undanförnu. Halla Tómasdóttir forseti Íslands skoraði á þingheim að fara leið málamiðlana hagsmunum þjóðarinnar til heilla.Vísir/Vilhelm „Nú við þingsetningu ber þann skugga á að þjóðin er harmi slegin eftir hnífsstungu síðastliðna Menningarnótt sem hafði óbærilegar afleiðingar. Við fyllumst vanmætti við slíkar aðstæður. Því hvað er þýðingarmeira í samfélagi manna en fólkið okkar? Unga fólkið okkar í blóma lífsins? Líkt og þingið hefja skólar um land allt nú starf í skugga þessa harmleiks. Okkur hér – okkur ber að hlúa að börnum okkar.," sagði forsetinn. Halla vitnaði síðan til foreldra sem eiga um sárt að binda vegna nýlegra voðaverka. „Foreldrar Bryndísar Klöru Birgisdóttur hafa biðlað til okkar að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Hvernig ætlum við að verða við því ákalli? Okkur rennur blóðið til skyldunnar. Við verðum, og við skulum, komast fyrir ræturnar á slæmri þróun svo svona atburður endurtaki sig ekki," sagði Halla. Forsetinn ræddi einnig tug þúsundir útlendinga sem hingað koma til að vinna og samfélagið gæti ekki verið án. Leggja þyrfti rækt við að kenna þessu fólki íslensku og það þyrfti einnig þak yfir höfuðið sem yki eftirspurn á húsnæðismarkaði. Margir glímdu við mikla greiðslubyrði, ekki hvað síst ungt fólk. Þingmenn og aðrir gestir eins og sendiherrar erlendra ríkja með sendiráð í Reykjavík hlýddu á fyrstu setningarræðu forseta Íslands í dag með athygli.Vísir/Vilhelm Þá þyrfti að huga að íbúum Grindavíkur vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi en allt þetta skapaði álag á innviði landsins. Huga þyrfti að samverustundum barna og fullorðinna. „En í flóknum málum er ekkert eitt svar. Lausnin er marglaga. Hlustum eftir sjónarmiðum annarra og mætum hvert öðru í mildi; tölum saman af virðingu fyrir ólíkri lífsreynslu og skoðunum. Lyftum okkur upp yfir dægurþras." Halla sagði landsmenn horfa til þingsins með von um farsæl og árangursrík störf. „Þó að stjórnmálaflokkar eigi í harðri samkeppni í kosningum og hafi ólík sjónarmið, þá skiptir miklu að geta gefið eftir og náð sameiginlegri lendingu í þágu þjóðarinnar. Lýðræðið krefst málamiðlana, samninga- og sáttaferla sem leiða til heppilegrar niðurstöðu fyrir þorra landsmanna án þess að gengið sé gegn sanngjörnum sjónarmiðum minnihlutahópa.
Alþingi Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49 „Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Svona var setning Alþingis með nýjum forseta og biskup Setningarathöfn Alþingis hefst klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. 10. september 2024 12:49
„Litla þjóð sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast“ Setning þingsins var að þessu sinni söguleg. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups Íslands nýverið og kom að hinni kirkjulegu athöfn. Og Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti landsins, ávarpaði þingið fyrsta sinni og kom hún víða við í ræðu sinni. 10. september 2024 14:53