Að kjósa með sjálfum sér Sveinn Ólafsson skrifar 10. september 2024 09:02 Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun