Áfall fyrir Arsenal rétt fyrir rosalega viku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 08:01 Martin Ödegaard fann vel fyrir þessu eins og sjá má hér. Norðmenn kláruðu leikinn án hans en svo er að sjá hvað Arsenal liðið gerir missi hann af næstu leikjum. Getty/Mateusz Slodkowski Martin Ödegaard kemur ekki heill úr þessum landsleikjaglugga. Fyrirliði Arsenal meiddist í leik Norðmanna og Austurríkismanna í Þjóðadeildinni í gærkvöldi. Það er líklegt að Arsenal verði án eins síns besta leikmanns í næstu leikjum og næst á dagskrá er einmitt nágrannaslagurinn við Tottenham um næstu helgi. Ödegaard var augljóslega sárþjáður og hélt fyrir andlit sitt eftir að hann meiddist á vinstri ökkla. Ödegaard virtist snúa ökklann á sér eftir tæklingu frá austurríska miðjumanninum Christoph Baumgartner. ESPN segir frá. Ödegaard reyndi að halda áfram en haltraði af velli tveimur mínútum síðar. Erling Haaland kom til hans og reyndi að hughreysta fyrirliða sinn sem var mjög svekktur. „Meiðsli Martins Ödegaard litu líka illa út í búningsklefanum. Hann sat með sjúkraþjálfarana í kringum sig en það var enginn möguleiki fyrir hann að halda áfram. Við vitum að þetta var ökklatognun,“ sagði Stale Solbakken, þjálfari norska liðsins við TV2. „Þetta er vissulega tognun en við sem höfum spilað fótbolta vitum að þetta getur verið minniháttar ef heppnin er með þér og liðböndin eru ekki slitin,“ sagði Solbakken. Læknir norska liðsins vildi meina að þetta væri ekki mjög alvarleg tognun en að leikmaðurinn þurfi að fara í myndatöku til að þeir viti meira. Hann viðurkenndi samt að það væri erfitt að greina þetta almennilega fyrr en að bólgan hefur hjaðnað og þeir hafa séð myndir af ökklanum. Arsenal spilar við Tottenham næsta sunnudag og það er vitað að Declan Rice verður ekki með þar sem hann er í leikbanni. Svo tekur við Meistaradeildarleikur við Atalanta og svo toppslagur við Manchester City 22. september. Rosaleg vika framundan og Arsenal mögulega án fyrirliðans. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Það er líklegt að Arsenal verði án eins síns besta leikmanns í næstu leikjum og næst á dagskrá er einmitt nágrannaslagurinn við Tottenham um næstu helgi. Ödegaard var augljóslega sárþjáður og hélt fyrir andlit sitt eftir að hann meiddist á vinstri ökkla. Ödegaard virtist snúa ökklann á sér eftir tæklingu frá austurríska miðjumanninum Christoph Baumgartner. ESPN segir frá. Ödegaard reyndi að halda áfram en haltraði af velli tveimur mínútum síðar. Erling Haaland kom til hans og reyndi að hughreysta fyrirliða sinn sem var mjög svekktur. „Meiðsli Martins Ödegaard litu líka illa út í búningsklefanum. Hann sat með sjúkraþjálfarana í kringum sig en það var enginn möguleiki fyrir hann að halda áfram. Við vitum að þetta var ökklatognun,“ sagði Stale Solbakken, þjálfari norska liðsins við TV2. „Þetta er vissulega tognun en við sem höfum spilað fótbolta vitum að þetta getur verið minniháttar ef heppnin er með þér og liðböndin eru ekki slitin,“ sagði Solbakken. Læknir norska liðsins vildi meina að þetta væri ekki mjög alvarleg tognun en að leikmaðurinn þurfi að fara í myndatöku til að þeir viti meira. Hann viðurkenndi samt að það væri erfitt að greina þetta almennilega fyrr en að bólgan hefur hjaðnað og þeir hafa séð myndir af ökklanum. Arsenal spilar við Tottenham næsta sunnudag og það er vitað að Declan Rice verður ekki með þar sem hann er í leikbanni. Svo tekur við Meistaradeildarleikur við Atalanta og svo toppslagur við Manchester City 22. september. Rosaleg vika framundan og Arsenal mögulega án fyrirliðans. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira