Šeško með þrennu og Haaland hetja Noregs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 21:02 Tryggði Noregi sigur í kvöld. Mateusz Slodkowski/Getty Images Í B-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu var af nægu að taka í kvöld. Wales skoraði tvö á þremur mínútum í Svartfjallalandi, Slóveninn Benjamin Šeško skoraði þrennu og Noregur vann leik. Í riðli okkar Íslendinga mætti Wales til Svartfjallalands og byrjaði af gríðarlegum krafti. Eftir aðeins þriggja mínútna leik var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Kieffer Moore skoraði fyrra markið eftir undirbúning Harry Wilson sem skoraði svo sjálfur annað markið eftir undirbúning Neco Williams. Moore 1' ⚽Wilson 3'⚽A rapid start from @Cymru 🔥#NationsLeague pic.twitter.com/BN3uQ7g2Uh— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024 Driton Camaj minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik en það dugði ekki til og lokatölur 1-2. Það þýðir að staðan í riðli 4 er þannig að Svartfjallaland er án stiga, Ísland með þrjú stig eftir tap í Tyrklandi í kvöld. Tyrkland og Wales eru svo á toppnum með fjögur stig. Í riðli 3 var Austurríki í heimsókn hjá Noregi. Heimamönnum hefur gengið illa undanfarið en Felix Myhre kom Norðmönnum yfir snemma leiks en Marcel Sabitzer svaraði fyrir gestina áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Markamaskínan Erling Haaland tryggði Noregi nokkuð óvæntan sigur þegar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 2-1 Noreig í vil. Þá vann Slóvenía sannfærandi sigur á Kasakstan í sama riðli. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir tvennu Benjamin Šeško. Hann var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik og fullkomnaði þrennu sína. Make that ⚽️⚽️⚽️#NationsLeague https://t.co/LagCVjjkxF pic.twitter.com/x9DnwNSKn9— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024 Staðan í riðli 3 er þannig að Noregur og Slóvenía eru með fjögur stig. Á sama tíma eru Austurríki og Kasakstan með eitt stig hvort. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Í riðli okkar Íslendinga mætti Wales til Svartfjallalands og byrjaði af gríðarlegum krafti. Eftir aðeins þriggja mínútna leik var staðan orðin 2-0 gestunum í vil. Kieffer Moore skoraði fyrra markið eftir undirbúning Harry Wilson sem skoraði svo sjálfur annað markið eftir undirbúning Neco Williams. Moore 1' ⚽Wilson 3'⚽A rapid start from @Cymru 🔥#NationsLeague pic.twitter.com/BN3uQ7g2Uh— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024 Driton Camaj minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik en það dugði ekki til og lokatölur 1-2. Það þýðir að staðan í riðli 4 er þannig að Svartfjallaland er án stiga, Ísland með þrjú stig eftir tap í Tyrklandi í kvöld. Tyrkland og Wales eru svo á toppnum með fjögur stig. Í riðli 3 var Austurríki í heimsókn hjá Noregi. Heimamönnum hefur gengið illa undanfarið en Felix Myhre kom Norðmönnum yfir snemma leiks en Marcel Sabitzer svaraði fyrir gestina áður en fyrri hálfleik lauk, staðan 1-1 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Markamaskínan Erling Haaland tryggði Noregi nokkuð óvæntan sigur þegar tíu mínútur lifðu leiks, lokatölur 2-1 Noreig í vil. Þá vann Slóvenía sannfærandi sigur á Kasakstan í sama riðli. Staðan var 2-0 í hálfleik eftir tvennu Benjamin Šeško. Hann var svo aftur á ferðinni í síðari hálfleik og fullkomnaði þrennu sína. Make that ⚽️⚽️⚽️#NationsLeague https://t.co/LagCVjjkxF pic.twitter.com/x9DnwNSKn9— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 9, 2024 Staðan í riðli 3 er þannig að Noregur og Slóvenía eru með fjögur stig. Á sama tíma eru Austurríki og Kasakstan með eitt stig hvort.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira