Geta haldið bæjum á Reykjanesi frostfríum með nýfundnum jarðhita Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 16:03 Heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar lögn frá orkuverinu á Svartsengi fór undir hraun í febrúar. Í kjölfarið var ráðist í neyðarviðbragð til þess að finna önnur jarðhitasvæði sem gætu fyllt í skarð Svartsengis þar sem eldgos eru nú tíð. Vísir/Vilhelm Jarðhitaleit á Reykjanesi sem var flýtt vegna hættunnar á að eldhræringarnar þar yllu heitavatnsleysi hefur borið árangur umfram væntingar. Þrjár rannsóknarborholur eru sagðar nýtanlegar hver með sínum hætti. Frá þessu var greint í kynningu Guðlaugs Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) í dag. Ráðist var í lághitaleit á Reykjanesi sem neyðarviðbragð eftir að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur þegar hraun rann yfir hana frá eldgosi í byrjun febrúar. Hröð handtök og viðbrögð eru sögð hafa forðað því að stórkostlegar skemmdir hefðu orðið á innviðum en mikið frost var þegar lögnin rofnaði. Markmiðið var að finna lághitavatn sem væri hægt að nota til hitaveitu í neyð. Hefðbundin lághitaleit af þessu tagi er sögð taka fleiri mánuði og jafnvel ár í undirbúningi og framkvæmd. Ein holan gæti annað fjórðungi heitavatnsþarfar Þrjár djúpar rannsóknarholur voru boraðar við heitavatnsleitina en staðsetning þeirra var valin út frá jarðfræðilegum vísbendingum en einnig með nálægð við innviði og náttúruvá í huga. Holurnar reyndust allar nýtanlegar á sinn hátt, ýmist til húshitunar eða í ýmis konar atvinnustarfsemi. Í kynningunni kom fram að með þeim mætti halda Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ frostfríum og líklega anna eðlilegri lágmarksnotkun til skemmri tíma. Romshvalsnes á Miðnesheiði, sem er kennt við Rockville frá tíð Bandaríkjahers, er sérstaklega sagt efnilegt svæði til frekari borana. Líklegt sé að vinnsla þaðan geti orðið mikilvægur þáttur í orkuöflun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í náinni framtíð. Áætlað er að holan gæti mögulega útvegað um fjórðung þess heita vatns sem þarf á Suðurnesjum. Frekari mælingar á holunum eru næstar á dagskrá, útfærsla á dælum, varmaskiptum og lögnum svo að þær verði tiltækar til vinnslu. Þá kom fram að hefja þyrfti rannsóknir til þess að tryggja að Vogar hefðu aðgang að heitu vatni til framtíðar, færi svo að það fengist ekki lengur frá Svartsengi. Orkumál Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Tengdar fréttir Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ekki líkamsárás að fá sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Frá þessu var greint í kynningu Guðlaugs Þór Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Árna Magnússonar, forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) í dag. Ráðist var í lághitaleit á Reykjanesi sem neyðarviðbragð eftir að heitavatnslaust varð á Suðurnesjum þegar Njarðvíkurlögn frá Svartsengi fór í sundur þegar hraun rann yfir hana frá eldgosi í byrjun febrúar. Hröð handtök og viðbrögð eru sögð hafa forðað því að stórkostlegar skemmdir hefðu orðið á innviðum en mikið frost var þegar lögnin rofnaði. Markmiðið var að finna lághitavatn sem væri hægt að nota til hitaveitu í neyð. Hefðbundin lághitaleit af þessu tagi er sögð taka fleiri mánuði og jafnvel ár í undirbúningi og framkvæmd. Ein holan gæti annað fjórðungi heitavatnsþarfar Þrjár djúpar rannsóknarholur voru boraðar við heitavatnsleitina en staðsetning þeirra var valin út frá jarðfræðilegum vísbendingum en einnig með nálægð við innviði og náttúruvá í huga. Holurnar reyndust allar nýtanlegar á sinn hátt, ýmist til húshitunar eða í ýmis konar atvinnustarfsemi. Í kynningunni kom fram að með þeim mætti halda Reykjanesbæ, Vogum og Suðurnesjabæ frostfríum og líklega anna eðlilegri lágmarksnotkun til skemmri tíma. Romshvalsnes á Miðnesheiði, sem er kennt við Rockville frá tíð Bandaríkjahers, er sérstaklega sagt efnilegt svæði til frekari borana. Líklegt sé að vinnsla þaðan geti orðið mikilvægur þáttur í orkuöflun í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ í náinni framtíð. Áætlað er að holan gæti mögulega útvegað um fjórðung þess heita vatns sem þarf á Suðurnesjum. Frekari mælingar á holunum eru næstar á dagskrá, útfærsla á dælum, varmaskiptum og lögnum svo að þær verði tiltækar til vinnslu. Þá kom fram að hefja þyrfti rannsóknir til þess að tryggja að Vogar hefðu aðgang að heitu vatni til framtíðar, færi svo að það fengist ekki lengur frá Svartsengi.
Orkumál Jarðhiti Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vogar Tengdar fréttir Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ekki líkamsárás að fá sérfræðing til að skera forhúð af getnaðarlim Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Sjá meira
Unnið að viðgerð og vegagerð í alla nótt „Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar. 9. febrúar 2024 07:09