Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Lovísa Arnardóttir skrifar 9. september 2024 11:29 Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd sektaði fjölmiðlafyrirtækið Sóltún, sem rekur fjölmiðilinn Mannlíf, um 250 þúsund krónur fyrir að brjóta á lögum um fjölmiðla með því að auglýsa bæði nikótín- og áfengisvörur á vef Mannlífs í keyptri umfjöllun á vef miðilsins. Í umfjölluninni var rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf. sem eru meðal annars nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block. Við meðferð málsins komst Fjölmiðlanefnd að því að einnig ætti að leggja mat á hvort í umfjölluninni væri um að ræða brot á lögum um fjölmiðla vegna viðskiptaboða fyrir nikótínvörur. Til viðskiptaboða teljast meðal annars auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Í ákvörðun nefndarinnar kemur fram að málið hafi verið tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingarinnar sem barst í síma í ágúst árið 2023 en umfjöllunin var birt í júní sama ár. Fjölmiðlanefnd byrjaði samkvæmt ákvörðun sinni á því að óska eftir gögnum frá Sólartúni vegna umfjöllunarinnar, bæði var beðið um upplýsingar og þeirra sjónarmið á birtingunni. Kynning sem greitt var fyrir Í svari Sólartúns kom fram að um væri að ræða kynningu sem fyrirtækið hefði greitt fyrir. Umfjöllunin væri birt undir flokki kynninga á vef og að engin viðskiptaboð fælust í henni. Hún væri hluti af matar- og vínmenningu landsins og að ekki hefði verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Í svörum fyrirtækisins til nefndarinnar kom jafnframt fram að kynningin fæli ekki í sér brot eða ásetning um að fara á svig við lög. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að niðurstaða þeirra sé að umfjöllunin teljist til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur og áfengi og að með miðlun þeirra á vef Mannlífs umrætt sinn hafi Sólartún ehf. brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Umfjöllunin hafi ekki bara verið kynning á starfsemi fyrirtækisins heldur einnig á vörunum sem þau selja. Sem samkvæmt lögum má ekki auglýs. Fjölmiðlanefnd ákvað í kjölfarið að leggja stjórnvaldssekt á Sólartún ehf. Nefndin taldi hæfilegt að sektin næmi 250.000 krónum. Tekið var mið af eðli brotsins við ákvörðun fjárhæðarinnar sem og að fyrirtækið hafði ekki áður brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur og áfengi. Áfengi og tóbak Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57 Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28 Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í umfjölluninni var rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf. sem eru meðal annars nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block. Við meðferð málsins komst Fjölmiðlanefnd að því að einnig ætti að leggja mat á hvort í umfjölluninni væri um að ræða brot á lögum um fjölmiðla vegna viðskiptaboða fyrir nikótínvörur. Til viðskiptaboða teljast meðal annars auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Í ákvörðun nefndarinnar kemur fram að málið hafi verið tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingarinnar sem barst í síma í ágúst árið 2023 en umfjöllunin var birt í júní sama ár. Fjölmiðlanefnd byrjaði samkvæmt ákvörðun sinni á því að óska eftir gögnum frá Sólartúni vegna umfjöllunarinnar, bæði var beðið um upplýsingar og þeirra sjónarmið á birtingunni. Kynning sem greitt var fyrir Í svari Sólartúns kom fram að um væri að ræða kynningu sem fyrirtækið hefði greitt fyrir. Umfjöllunin væri birt undir flokki kynninga á vef og að engin viðskiptaboð fælust í henni. Hún væri hluti af matar- og vínmenningu landsins og að ekki hefði verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Í svörum fyrirtækisins til nefndarinnar kom jafnframt fram að kynningin fæli ekki í sér brot eða ásetning um að fara á svig við lög. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að niðurstaða þeirra sé að umfjöllunin teljist til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur og áfengi og að með miðlun þeirra á vef Mannlífs umrætt sinn hafi Sólartún ehf. brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Umfjöllunin hafi ekki bara verið kynning á starfsemi fyrirtækisins heldur einnig á vörunum sem þau selja. Sem samkvæmt lögum má ekki auglýs. Fjölmiðlanefnd ákvað í kjölfarið að leggja stjórnvaldssekt á Sólartún ehf. Nefndin taldi hæfilegt að sektin næmi 250.000 krónum. Tekið var mið af eðli brotsins við ákvörðun fjárhæðarinnar sem og að fyrirtækið hafði ekki áður brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur og áfengi.
Áfengi og tóbak Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57 Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28 Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57
Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28
Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57