Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga Snæbjörn Guðmundsson skrifar 9. september 2024 07:01 „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ Árið 2011 vitnaði Fréttablaðið með þessum hætti í erindi Harðar Arnarsonar um orkumál. Hann hafði þá setið sem forstjóri Landsvirkjunar í tæp tvö ár og sá fyrir sér síðasta stórvirkjanaskeiðið. Í lok þess væri ekkert bitastætt eftir óvirkjað. Á þessum tíma voru fáir Íslendingar með hugann við orkuskipti, kolefnisjöfnun eða vetnisverksmiðjur til að bjarga heiminum. Hörður var ekki að hugsa um loftslagsmál eða orkuskipti þegar hann sá fyrir sér að orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu. Þarna mátti einfaldlega heyra gamalkunnugt stef sem forgöngumenn orkugeirans hafa sönglað í áratugi. Þeirra takmark er að ganga eins nærri náttúrunni með virkjunum og þeir komast upp með og selja hæstbjóðanda orkuna í þágu tímabundins hagvaxtar, algjörlega burtséð frá áhrifum á lífríki, landslag og samfélög. Sem betur fer tókst Landsvirkjun ekki þetta ætlunarverk sitt enda ekki í nokkurri aðstöðu til að rjúka í ofurframkvæmdir í framhaldi af Kárahnjúkavirkjun. En segjum sem svo að Hörður hefði reynst sannspár og allir vænlegir orkukostir landsins því þegar virkjaðir eða langt komnir núna, árið 2024. Væri staðan í raforkumálum Íslendinga frábrugðin því sem hún er í dag? Nei, hún væri nákvæmlega sú sama. Það væri enn „raforkuskortur“ enda hefði Landsvirkjun að sjálfsögðu selt eða lofað jafnharðan allri raforkunni til stóriðju líkt og hún hefur gert í áratugi. Gagnaver og iðjuver hefðu sprottið upp eins og gorkúlur og þau þanist út sem fyrir voru. Til þess var jú leikurinn gerður þegar Hörður spáði fyrir um „síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð.“ Orkuþorsta virkjanaaflanna verður nefnilega aldrei svalað. Ef orkufíklarnir hefðu fengið frítt spil árið 2011 og væru nú langt komnir með að virkja allt sem talið var vænlegt að virkja, líkt og Hörður sá fyrir sér, væru þeir núna að heimta afganginn – það sem áður átti að þyrma og setja í verndarflokk rammaáætlunar. Í huga orkugeirans skiptir náttúran hvort eð er engu máli og verndun hennar þvælist bara fyrir framförum og hagvexti. Öll umhugsun um náttúruna er rétt svo í orði en hvergi á borði. Sjálft grundvallarhugtakið „náttúruvernd“ er aldrei notað. Árið 2011 taldi forstjóri Landsvirkjunar að náttúruauðlindir landsins yrðu hratt fullnýttar fyrir örlítið meiri hagvöxt – tímabundinn yl fyrir orkufyrirtæki, verkfræðistofur og verktaka, og svo yrði bara allt búið. Þökkum fyrir að þessar gamaldags hugmyndir hafi ekki náð fram að ganga en vörum okkur um leið á síbylju virkjanaforkólfa dagsins í dag um raforkuskort og virkjanir. Áratugum saman hefur orkuiðnaðurinn þrástagast á því að hér þurfi tafarlaust að virkja hitt og þetta og alltaf fundið nýjar og nýjar tylliástæður fyrir áróðrinum. Miðað við höfðatölu framleiða Íslendingar meiri raforku en nokkurt annað ríki í veröldinni. Samt erum við alltaf á vonarvöl. Trúir því einhver að markmið hins eilífa barlóms um nauðsyn virkjanaframkvæmda hafi í raun breyst, þótt hann sé nú klæddur í búning fagurgala um orkuskipti? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun