Dulbjuggust sem Danir en það var ekki nóg Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 22:15 Þessir stuðningsmenn voru ekki dulbúnir heldur gallharðir stuðningsmenn danska liðsins sem vann flottan sigur. Getty/David Lidstrom Kvöldið reyndist ansi dýrt fyrir þá 140 Serba sem ætluðu að lauma sér inn á Parken í kvöld, til að horfa á leik Danmerkur og Serbíu í Þjóðadeildinni í fótbolta. UEFA setti serbneska stuðningsmenn í eins leiks útivallarbann eftir rasíska söngva þeirra á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Það bann gilti í Kaupmannahöfn í kvöld. Samkvæmt Ekstra Bladet reyndu hins vegar um 140 stuðningsmenn Serba að komast inn á völlinn, og nokkrum þeirra tókst það. Flestum þeirra, eða 125 manns, var hins vegar vísað í burtu þegar þeir sýndu miðana sína til að komast inn. Við það fór hluti hópsins og keypti sér danskar landsliðstreyjur, í von um að komast á leikinn með því að virðast vera stuðningsmenn Danmerkur. „En það var búið að skanna miðana þeirra svo þeir komust auðvitað ekki inn á Parken, jafnvel þó að þeir væru í dönskum landsliðstreyjum,“ sagði Jakob Höyer, fjölmiðlafulltrúi danska knattspyrnusambandsins. Serbarnir höfðu þar með keypt sér miða og danska landsliðstreyju, til einskis. Flestir þeirra, það er að segja. Nokkrir komust inn á leikvanginn Um 10-15 Serbar sluppu inn á leikvanginn og náðu að láta serbneska fánann blakta, og kyrja söngva, áður en öryggisgæslan mætti og kom þeim í burtu. Höyer kveðst vongóður um að með þessu hafi danska sambandið staðist kröfur UEFA varðandi bann Serba. Þó að serbnesku stuðningsmennirnir fengju ekki að njóta leiksins þá voru 125 Serbar leyfðir í VIP-stúkunni á Parken. Um þá giltu önnur lögmál. Danir voru mun betri í leiknum sjálfum og unnu þægilegan 2-0 sigur með mörkum frá Albert Grönbæk og Yussuf Poulsen, sem skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
UEFA setti serbneska stuðningsmenn í eins leiks útivallarbann eftir rasíska söngva þeirra á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Það bann gilti í Kaupmannahöfn í kvöld. Samkvæmt Ekstra Bladet reyndu hins vegar um 140 stuðningsmenn Serba að komast inn á völlinn, og nokkrum þeirra tókst það. Flestum þeirra, eða 125 manns, var hins vegar vísað í burtu þegar þeir sýndu miðana sína til að komast inn. Við það fór hluti hópsins og keypti sér danskar landsliðstreyjur, í von um að komast á leikinn með því að virðast vera stuðningsmenn Danmerkur. „En það var búið að skanna miðana þeirra svo þeir komust auðvitað ekki inn á Parken, jafnvel þó að þeir væru í dönskum landsliðstreyjum,“ sagði Jakob Höyer, fjölmiðlafulltrúi danska knattspyrnusambandsins. Serbarnir höfðu þar með keypt sér miða og danska landsliðstreyju, til einskis. Flestir þeirra, það er að segja. Nokkrir komust inn á leikvanginn Um 10-15 Serbar sluppu inn á leikvanginn og náðu að láta serbneska fánann blakta, og kyrja söngva, áður en öryggisgæslan mætti og kom þeim í burtu. Höyer kveðst vongóður um að með þessu hafi danska sambandið staðist kröfur UEFA varðandi bann Serba. Þó að serbnesku stuðningsmennirnir fengju ekki að njóta leiksins þá voru 125 Serbar leyfðir í VIP-stúkunni á Parken. Um þá giltu önnur lögmál. Danir voru mun betri í leiknum sjálfum og unnu þægilegan 2-0 sigur með mörkum frá Albert Grönbæk og Yussuf Poulsen, sem skoraði með glæsilegri hjólhestaspyrnu.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira