Bæjarráð vill opna Grindavík fyrir almenningi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 12:35 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Vísir/Ívar Fannar Bæjarráð Grindavíkur vill að lokunarpóstar við bæinn verði fjarlægðir og bærinn verði opnaður sem fyrst fyrir almenningi. Forseti bæjarstjórnar segist vilja sýna fólki að bærinn sé ekki vesældin ein. Bæjarráð ályktaði um þetta fyrir helgi á fundi sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið óskar eftir því að lokunarpóstarnir séu fjarlægðir en bærinn hefur verið lokaður almenningi frá því að hann var fyrst rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, segir þetta vera rétta skrefið í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. „Það er líka svona persónuleg reynsla og mikilvægt að fólk fái að sjá það að þetta er ekki bara vesældin ein. Það er margt notalegt og gott inni í bæ. Við þurfum að sýna fólki það,“ segir Ásrún. Bærinn sé að miklu leyti öruggt svæði. „Það er mikil vinna innan bæjarins varðandi það að girða af hættuleg svæði og þeirri vinnu miðar mjög vel áfram. Svo er það jarðkönnunarverkefnið, það er langt komið. Þannig við viljum núna sjá ákveðna þróun í þessum málum. Við erum líka að hugsa um fyrirtæki sem vilja hefja rekstur,“ segir Ásrún. Boltinn sé núna hjá Grindavíkurnefndinni og almannavörnum. Hún er bjartsýn á að bærinn verði opnaður almenningi. „Ég hef í öllu þessu ferli verið bjartsýn. Mér finnst líka verktakarnir inni í bæ standa sig og það er mikil áræðni þar. Ég held að þetta verði skref í rétta átt fyrir okkur,“ segir Ásrún. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Bæjarráð ályktaði um þetta fyrir helgi á fundi sínum. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðið óskar eftir því að lokunarpóstarnir séu fjarlægðir en bærinn hefur verið lokaður almenningi frá því að hann var fyrst rýmdur þann 10. nóvember á síðasta ári. Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði, segir þetta vera rétta skrefið í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. „Það er líka svona persónuleg reynsla og mikilvægt að fólk fái að sjá það að þetta er ekki bara vesældin ein. Það er margt notalegt og gott inni í bæ. Við þurfum að sýna fólki það,“ segir Ásrún. Bærinn sé að miklu leyti öruggt svæði. „Það er mikil vinna innan bæjarins varðandi það að girða af hættuleg svæði og þeirri vinnu miðar mjög vel áfram. Svo er það jarðkönnunarverkefnið, það er langt komið. Þannig við viljum núna sjá ákveðna þróun í þessum málum. Við erum líka að hugsa um fyrirtæki sem vilja hefja rekstur,“ segir Ásrún. Boltinn sé núna hjá Grindavíkurnefndinni og almannavörnum. Hún er bjartsýn á að bærinn verði opnaður almenningi. „Ég hef í öllu þessu ferli verið bjartsýn. Mér finnst líka verktakarnir inni í bæ standa sig og það er mikil áræðni þar. Ég held að þetta verði skref í rétta átt fyrir okkur,“ segir Ásrún.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira