Fjölskyldan í fyrsta sæti hjá Falk sem missti af stórleiknum gegn Bröndby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 11:01 Fyrirliðinn Rasmus Falk í leik með FCK á þessari leiktíð. Craig Foy/Getty Images Rasmus Falk, fyrirliði FC Kaupmannahafnar, missti af nágrannaslagnum gegn Bröndby á dögunum þar sem eiginkona hans, Jacqueline Ann Sofie Falk Østergaard, þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hafa fætt fyrirbura fyrr í sumar. Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Falk hefur nú tjáð sig um atvikið á samfélagsmiðlum en stuðningsfólki félagsins brá heldur betur brún í þegar það sá nafn hans hvergi á leikskýrslunni í stórleiknum gegn Bröndby. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir Falk að síðustu vikur hafi verið erfiðar en sonur þeirra kom í heiminn þann 29. júlí, rúmum 9 vikum fyrir settan dag. Degi áður hafði Falk verið að spila með FCK gegn AGF þegar hann var tekinn af velli og sást skömmu síðar hlaupa í átt til búningsherbergja, degi síðar kom sonur þeirra svo í heiminn. View this post on Instagram A post shared by @rasmusfalkjensen Í færslu sinni segir hann að síðan þá hafi lítið verið sofið og allskyns skoðanir átt sér stað enda drengurinn fæddur löngu fyrir settan dag. Hann segir samt mikla gleði, von og óendanlega ást hafa umlukið sig og Jacqueline þar sem sonur þeirra var loks kominn í heiminn. Þó Jacqueline og sonur hans hafi verið á spítalanum hefur Falk samt verið í lykilhlutverki hjá FCK. Það er þangað til liðið mætti Bröndby í því sem er einn stærsti leikur Skandinavíu. Moi lukker og slukker🔒🔥#fcklive #sldk pic.twitter.com/Rlw9w0ZlXR— F.C. København (@FCKobenhavn) September 1, 2024 Þegar það styttist í lokin á spítalavist þeirra þurfti Jacqueline skyndilega að undirgangast aðgerð og því gat Falk ekki gefið kost á sér í leikinn. Ekki kemur fram hvers vegna Jacqueline þurfti að fara í aðgerð en sem betur fer er hún á batavegi og segir Falk þau við það að vera tilbúin að takast á við lífið utan veggja spítalans sem fjölskylda. Miðjumaðurinn hefur fengið þó nokkra daga í frí þar sem nú er landsleikjahlé en reikna má með Falk í byrjunarliði FCK þegar liðið mætir ríkjandi meisturum í Midtjylland þann 14. september næstkomandi.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira