Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 10:16 Stefán Teitur í leiknum gegn Svartfjallalandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson lék sinn 21. A-landsleik í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi. Hann er þó langt frá því að vera leikjahæsti landsliðsmaðurinn í fjölskyldu sinni enda kemur hann af mikilli fótboltaætt. Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira