„Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 22:00 Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og hefur oft verið léttari í bragði. Getty/Alex Livesey Heimir Hallgrímsson talaði hreint út á blaðamannafundi eftir fyrsta leik sinn sem þjálfari Írlands í Dublin í kvöld, en liðið tapaði 2-0 fyrir Englandi í Þjóðadeildinni. Hann sagði mistök írska liðsins ekki einu sinni eiga að sjást hjá krökkum. Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn